Sky News segir að talsmenn forsætisráðherraembættisins hafi ekki neitað því að partí hafi verið haldið í Downingstræti kvöldið fyrir útför drottningarmannsins. Á þeim tíma var allt slíkt partíhald bannað samkvæmt sóttvarnareglum.
Þessi tíðindi kynda enn undir hinu svokallaða „partygate“ sem hefur ógnað pólitísku lífi Johnson.
Sir Ed Davey, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hefur kallað eftir afsögn Johnson í kjölfar tíðindanna.
The Queen sitting alone, mourning the loss of her husband, was the defining image of lockdown. Not because she is the Queen, but because she was just another person, mourning alone like too many others. Whilst she mourned, Number 10 partied. Johnson must go.
— Ed Davey MP 🔶 🇬🇧 🇪🇺 (@EdwardJDavey) January 13, 2022
Angela Rayner, varaformaður Verkamannaflokksins segist orðlaus yfir þeirri menningu og hegðun sem hafi viðgengist í Downingstræti 10.
The Queen sat alone in mourning like so many did at the time with personal trauma & sacrifice to keep to the rules in the national interest. I have no words for the culture & behaviours at number 10 and the buck stops with the PM. https://t.co/OZD3GEBL4z
— Angela Rayner (@AngelaRayner) January 13, 2022
Þjóðarsorg ríkti þegar partíið var haldið þetta kvöld og nótt og samkvæmt sóttvarnareglum mátti fólk ekki hitta fólk úr öðrum fjölskyldum innandyra. Einnig máttu ekki fleiri en sex koma saman utanhúss.
The Daily Telegraph segir að um tvö partí hafi verið að ræða þetta kvöld. Annað hafi verið kveðjupartí James Slack sem var að láta af störfum sem samskiptastjóri Johnson. Hitt hafi verið fyrir persónulega ljósmyndara forsætisráðherrans. Blaðið segir að partíin hafi staðið fram yfir miðnætti og gestir hafi drukkið áfengi og dansað. Partíinu voru haldin í sitt hvorum hluta bygginganna við Downingstræti en runnu síðan saman í eitt í garðinum þar sem um 30 partígestir skemmtu sér saman.
Talsmenn forsætisráðherraembættisins hafa ekki neitað þessu en fregnir herma að Johnson hafi ekki verið viðstaddur þetta kvöld. Hann hafi verið á sveitasetri forsætisráðherraembættisins.
Fimm þingmenn Íhaldsflokks Johnson hafa nú lýst yfir vantrausti á hann. Ef 54 þingmenn flokksins lýsa yfir vantrausti kemur til kosninga um hvort hann geti áfram verið formaður flokksins.