fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Enn vinda mál Borisar partíljóns upp á sig – Partí kvöldið fyrir útför drottningarmannsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 08:00

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn vinda hneykslismálin tengd partíhaldi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, upp á sig. Í gærkvöldi skýrðu breskir fjölmiðlar frá því að partí hafi verið haldið í embættisbústað forsætisráðherrans í Downingstræti kvöldið fyrir útför Filippusar drottningarmanns í apríl. Stóð samkvæmið að sögn fram á morgun.

Sky News segir að talsmenn forsætisráðherraembættisins hafi ekki neitað því að partí hafi verið haldið í Downingstræti  kvöldið fyrir útför drottningarmannsins.  Á þeim tíma var allt slíkt partíhald bannað samkvæmt sóttvarnareglum.

Þessi tíðindi kynda enn undir hinu svokallaða „partygate“ sem hefur ógnað pólitísku lífi Johnson.

Sir Ed Davey, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hefur kallað eftir afsögn Johnson í kjölfar tíðindanna.

Angela Rayner, varaformaður Verkamannaflokksins segist orðlaus yfir þeirri menningu og hegðun sem hafi viðgengist í Downingstræti 10.

Þjóðarsorg ríkti þegar partíið var haldið þetta kvöld og nótt og samkvæmt sóttvarnareglum mátti fólk ekki hitta fólk úr öðrum fjölskyldum innandyra. Einnig máttu ekki fleiri en sex koma saman utanhúss.

The Daily Telegraph segir að um tvö partí hafi verið að ræða þetta kvöld. Annað hafi verið kveðjupartí James Slack sem var að láta af störfum sem samskiptastjóri Johnson. Hitt hafi verið fyrir persónulega ljósmyndara forsætisráðherrans. Blaðið segir að partíin hafi staðið fram yfir miðnætti og gestir hafi drukkið áfengi og dansað. Partíinu voru haldin í sitt hvorum hluta bygginganna við Downingstræti en runnu síðan saman í eitt í garðinum þar sem um 30 partígestir skemmtu sér saman.

Talsmenn forsætisráðherraembættisins hafa ekki neitað þessu en fregnir herma að Johnson hafi ekki verið viðstaddur þetta kvöld. Hann hafi verið á sveitasetri forsætisráðherraembættisins.

Fimm þingmenn Íhaldsflokks Johnson hafa nú lýst yfir vantrausti á hann. Ef 54 þingmenn flokksins lýsa yfir vantrausti kemur til kosninga um hvort hann geti áfram verið formaður flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund