fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Mótmæla áformum um stórijðu í Helguvík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 18:28

Kísilverið í Helguvík. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni þreifinga Arion banka og PCC um að koma kísilverinu í Helguvík aftur í gang. Hópurinn hvetur til þess að slík áform verði lögð á hilluna en þess freistað að selja verksmiðjuna úr landi. Hópurinn minnir Arion banka á samfélagslega ábyrgð sína og það sé ekki í anda hennar að standa fyrir mengandi starfsemi.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Það er nokkuð ljóst að Arion banki og PCC á Bakka eru í þreifingum með það að koma kísilverinu í Helguvík aftur af stað, við hjá Andstæðingum stóriðju í Helguvík viljum hvetja bankann til þess að endurskoða þessa samninga og leitast frekar við það að selja verksmiðjuna úr landi, bankinn getur ekki kastað af sér allri ábyrgð með sölu á mengandi stóriðju í hendur aðila sem að hafa þau áform að ræsa verksmiðjuna aftur. Það vekur mikla furðu að bankinn standi í sölu á umhverfisvænum
skuldabréfum samhliða því að gæla við það að koma einu mesta mengunarslysi Íslandssögunnar aftur í gang. Að sama skapi standa þeir einnig í auglýsingaherferð um að bankinn sé að taka samfélagslega ábyrgð með minnkun losunar á mengandi lofttegundum og beri fyrir sig umhverfisvæna vottun. Einnig viljum við benda á að núverandi byggingar eru ekki staðsettar í samræmi við samþykkt deiliskipulag og þegar byggingar eru byggðar sem ekki rúmast innan gildandi deiliskipulags
ber eiganda lagalega skyldu til þess að rífa þær niður.

Það er ríkjandi meirihluti á móti þessum áformum ásamt bæjarstjórn og það væri ábyrgðarleysi ef Arion Banki ætlar að þvinga þessa sölu í gegn í andstöðu við bæði bæjarstjórn, meirihluta hennar og minnihluta ásamt íbúum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Þá viljum við benda á að nú er rannsókn í gangi á nýgengi krabbameins í bæjarfélaginu á Suðurnesjum sem er meira en á öðrum stöðum og því alveg ljóst að aukin loftmengun á eftir að bæta á þann vanda. Reykjanesbær hefur gefið út lýðheilsustefnu bæjarins og þar er kveðið á um að íbúar eigi rétt á því að anda að sér hreinu og ómenguðu lofti en ef að þessum áformum verður, um að selja og ræsa aftur ofna kísilverksmiðjunar þá er þessi stefna að engu orðinn. Íbúar vilja ekki þessa verksmiðju í Helguvík og munu berjast á móti því með öllum ráðum eins og áður að hún verði ekki endurræst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni