fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Pírata fordæmir það hatur og rasisma sem varaþingmaður flokksins, Lenya Rún Taha Karim, hefur orðið fyrir frá því að hún var kjörin. Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingu sem þingflokkurinn sendi frá sér í dag.

Þar kemur fram að á tíma hafi stefnt í að Lenya næði kjöri sem þingmaður yngst allra Íslendinga en raunin hafi því miður orðið önnur en hún sé nú varaþingmaður. Hins vegar hafi Lenya þurft að mæta „óvægnum áróðri og rasisma fyrir það eitt að taka þátt í stjórnmálum.“

Slíkt megi ekki viðgangast átölulaust.

„Hvers kyns rasismi, hatursorðræða og mismunun gagnvart fólki með erlendan bakgrunn er til þess fallinn að grafa undan lýðræðinu og má ekki viðgangast átölulaust.

Þingflokkur Pírata fordæmir það hatur og þann rasisma sem Lenya Rún hefur orðið fyrir, líkt og þingflokkurinn fordæmir hverskyns hatursorðræðu.“

Lenya sé mikilvæg rödd ungs fólks sem og fólks með erlendan bakgrunn en hún hafi allt frá kjöri sínu þurft að sitja undir rætnum persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu.

„Sumir fjölmiðlar hafa jafnvel gengið svo langt að gera sér mat úr þeirri hatursfullu orðræðu sem Lenya Rún hefur orðið fyrir án þess að gera nokkra athugasemd við rasismann sem í henni felst.“

Hvetur þingflokkur Pírata aðra stjórnmálahreyfingar hér á landi til að fordæma hatursorðræðu og rasisma í pólitískri umræðu og eins biðlar þingflokkur til fjölmiðla að sýna ábyrgð í fréttaflutningi um hatursfull ummæli „með hliðsjón af þeim skaða sem gagnrýnislaus dreifing slíkra ummæla getur haft í för með sér.“

„Loks lýsir þingflokkurinn yfir fullum stuðningi við Lenyu Rún og harmar það misrétti sem hún hefur þurft að þola á sínum stutta en öfluga stjórnmálaferli.“

Stuðningsyfirlýsingin í heild sinni: 

Píratar sem stjórnmálaafl er stolt af því að vera hreyfing fólks með gríðarlega fjölbreyttan bakgrunn sem allt á það sameiginlegt að vilja gera samfélagið og heiminn betri. Þessi fjölbreytileiki endurspeglaðist í framboðslistum hreyfingarinnar í Alþingiskosningum í september síðastliðnum.Á tímabili stefndi í að frambjóðandi Pírata Lenya Rún Taha Karim næði kjöri sem þingmaður, yngst allra Íslendinga. Svo fór því miður ekki, en þingflokkur Pírata mun njóta liðstyrks hennar sem varaþingmanns á kjörtímabilinu. Allt frá upphafi stjórnmálaferils Lenyu hefur hún þurft að mæta óvægnum áróðri og rasisma fyrir það eitt að taka þátt í stjórnmálum. Í lýðræðisríki er mikilvægt að allir þjóðfélagshópar hafi rödd og að Alþingi endurspegli sem best þverskurð af samfélaginu sem það þjónar. Hvers kyns rasismi, hatursorðræða og mismunun gagnvart fólki með erlendan bakgrunn er til þess fallinn að grafa undan lýðræðinu og má ekki viðgangast átölulaust.Þingflokkur Pírata fordæmir það hatur og þann rasisma sem Lenya Rún hefur orðið fyrir, líkt og þingflokkurinn fordæmir hverskyns hatursorðræðu.Lenya Rún er réttkjörin varaþingmaður á Alþingi og mikilvæg rödd ungs fólks og fólks með erlendan bakgrunn. Allt frá kjöri sínu hefur hún þurft að sitja undir rætnum persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu vegna uppruna síns. Sumir fjölmiðlar hafa jafnvel gengið svo langt að gera sér mat úr þeirri hatursfullu orðræðu sem Lenya Rún hefur orðið fyrir án þess að gera nokkra athugasemd við rasismann sem í henni felst.Þingflokkur Pírata hvetur stjórnmálahreyfingar á Íslandi til þess að fordæma alla hatursorðræðu og rasisma í pólitískri umræðu. Þá biðlar þingflokkurinn til fjölmiðla að sýna ábyrgð í fréttaflutningi um hatursfull ummæli með hliðsjón af þeim skaða sem gagnrýnislaus dreifing slíkra ummæla getur haft í för með sér. Loks lýsir þingflokkurinn yfir fullum stuðningi við Lenyu Rún og harmar það misrétti sem hún hefur þurft að þola á sínum stutta en öfluga stjórnmálaferli.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Í gær

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni