fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Steinunn nýr formaður Læknafélags Íslands

Eyjan
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 16:24

Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélagsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir er nýr formaður Læknafélags Íslands (LÍ) til næstu tveggja ára. Í liðlega 100 ára sögu LÍ er Steinunn önnur konan til að gegna formennsku í félaginu. Fyrst var Birna Jónsdóttir röntgenlæknir, sem var formaður LÍ 2007-2011. Steinunn tekur við af Reyni Arngrímssyni sem sagði af sér formennsku í byrjun nóvember 2021.

Steinunn er öldrunarlæknir og yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítalans frá 2018. Þá hefur Steinunn verið formaður læknaráðs Landspítala frá stofnun þess í nýrri mynd í byrjun 2021.

Steinunn útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands 2004. Hún starfaði á Landspítala og á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til ársins 2008 þegar hún hóf sérnám í öldrunarlækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Hún var samhliða sérnámi í doktorsnámi og varði doktorsritgerð sína „Biomarkers in preclinical familial Alzheimer disease“ árið 2018. Steinunn flutti aftur heim til Íslands 2014 og hefur starfað við öldrunarlækningadeild Landspítala síðan og verið eins og áður segir yfirlæknir heilabilunareiningarinnar frá 2018.

Steinunn hefur lengi verið virk í félagsmálum lækna. Hún var formaður alþjóðanefndar læknanema og tók þátt í að hrinda í framkvæmd kynfræðslu læknanema í framhaldsskólum sem nú kallast Ástráður. Þá stóð hún fyrir undirskriftasöfnun meðal lækna sem störfuðu erlendis árið 2014 til stuðnings kjarabaráttu lækna og afhenti þáverandi formaður LÍ Þorbjörn Jónsson Kristjáni Þór Júlíussyni þáverandi heilbrigðisráðherra undirskriftirnar á aðalfundi LÍ 2014. Steinunn sat fyrir hönd Læknafélags Reykjavíkur í nefnd sem barðist fyrir framtíð Lækningaminjasafnsins. Steinunn hefur verið í stjórn Norræna öldrunarfræðafélagsins og tók við formennsku þess 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris