fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Aðalheiður segir að eitthvað dularfullt sé að gerast hjá íslenskum dómstólum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 06:56

Aðalheiður Ámundadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eitthvað dularfullt að gerast hjá dómstólum landsins. Skynsamlegar niðurstöður hrannast upp, jafnvel þótt ríkið hafi lagt mikið í sölurnar til að koma í veg fyrir réttláta niðurstöðu.“ Svona hefst leiðari Aðalheiðar Ámundadóttur, fréttastjóra, í Fréttablaðinu í dag.

Þar vísar hún í niðurstöðu Endurupptökudóms um að tvö mál verði tekin fyrir að nýju fyrir dómi. Í tengslum við frétt blaðsins um þessa úrskurði sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður: „Þessir úrskurðir gefa vonandi fyrirheit um að íslenskir dómstólar fari að láta af því viðhorfi að telja það hlutverk sitt að passa upp á kerfið.“

Aðalheiður segir að þessi ummæli Vilhjálms veki upp tvær spurningar. Í fyrsta lagi sé eðlilegt að fólk spyrji sig og þá sem ráða flestu hér á landi hvort það geti talist eðlilegt að ráðamenn líti á það sem hlutverk sitt að berjast á móti réttlætinu. „Þetta hafa landsbúar meðal annars þurft að horfa upp á í eftirmálum Guðmundar- og Geirfinnsmála, en í þeim dugði yfirvöldum ekki að saklaust fólk hafði loksins verið sýknað af æðsta dómstól landsins. Áfram var leitast við að leggja stein í götu þess um eftirmálin,“ segir hún og bætir við að málsmeðferðin hafi ekki verið ósvipuð í Landsréttarmálinu, þar hafi snemma glitt í að sigið gæti á ógæfuhliðina fyrir yfirvöld. Þau hafi þó þráast við og farið alla leið til Mannréttindadómstólsins í Strassborg með málið og síðan til yfirdeildar hans.  Þessu hafi fylgt tilheyrandi bið og tjón fyrir dómþola og dómskerfið í heild sinni og hafi það ekki enn jafnað sig á töfunum og kostnaðinum sem þessu fylgdi.

Hún segir síðan að í öðru lagi veki ummæli Vilhjálms upp spurningu um hvort dómstólar landsins hafi í raun og veru talið það hlutverk sitt að verja ríkið fyrir hverskyns áföllum og hafi þá ekki skipt hvort um álitshnekki, fjártjón eða annað sem óhagfelldir dómar geta valdið. „. Þetta eru verðugar spurningar fyrir íbúa þessa lands og kannski ekki síður fyrir yfirvöld landsins og þá sem gegna því ábyrgðarmikla hlutverki að fara með dómsvaldið,“ segir hún.

Í lok greinarinnar bendir hún á að mikil kynslóðaskipti hafi orðið hjá dómstólunum á undanförnum árum og nú sé svo komið að meirihluti dómara geti talið á fingrum annarrar handar hversu lengi þeir hafa setið í embætti dómara. „Fyrrverandi dómsmálaráðherra lagði svo mjög upp úr dómarareynslu dómaraefna að hún fór nálægt því að leggja heilt dómstig í rúst, nánast áður en til þess var formlega stofnað. Sé tekið mið af reynslu undanfarinna ára má leiða líkur að því að mat hennar á slíkum kostum í fari dómara hafi verið stórlega ofmetið,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar