fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Segir Arnar hvetja opinberar stofnanir til lögbrota – „Sýnist varaþingmanðurinn byrja afleitlega og lentur út í skurði“

Eyjan
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 19:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valtýr Sigurðsson, sem hefur starfað sem héraðsdómari, ríkissaksóknari og verið formaður Dómarafélags Íslands, fer hörðum orðum um Arnar Þór Jónsson, varaþingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómara, í pistli sem birtist á Viljanum í dag.

Arnar hefur verið ansi áberandi á dögunum vegna bréfs sem hann skrifaði fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð, en það varðaði bólusetningar barna. Opna bréfið var stílað á marga einstaklinga og stofnanir, en þar voru kennarar meðal annars spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef alvarlegar aukaverkanir kæmu upp.

Valtýr vill meina að ferill Arnars sem varþingmaður byrji ekki vel, en í pistli sínum gagnrýnir hann að Arnar hafi á sínum tíma sagt sig úr Dómarafélagi Íslands, og vill meina að hann hafi ekki sýnt dómarembættinu nægilega virðingu.

„Sú ákvörðun Arnars Þórs að segja sig úr Dómarafélagi Íslands er að sjálfsögðu hans mál. Það breytti hins vegar ekki því að honum bar eftir sem áður að sýna dómaraembættinu þá virðingu sem starfinu fylgdi svo og gæta hlutleysis á meðan hann gegndi því. Afstaða hans rýrði hins vegar það traust á dómaranum sem borgararnir eiga að geta gert kröfu til.“ segir Valtýr.

„Hafði engan rétt á að líta á þessi réttindi sem einskonar heiðursmerki“

Hann fer yfir nokkra hluti sem koma fram í siðareglum félagsins, en þar stendur meðal annars að „sú ábyrgð sem fylgi starfi dómara takmarki að einhverju marki frelsi þeirra til samfélagslegrar þátttöku og tjáningar,“ Þá skuli dómarar til að mynda gæta varkárni í opinberri umfjöllun, og þá sé virk þátttaka í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi ósamrýmanleg stafi dómara, og það sama eigi við um mörg félög.

Valtýr spyr: „Hvað á t.d. dómstjóri að gera sem úthlutar máli milli dómara? Reynir hann ekki að koma því þannig fyrir að úthluta ekki þýðingarmiklu máli sem sem reynir á þjóðfélagslega umdeilt atriði til dómara sem hefur tjáð sig opinberlega um afstöðu sína til þess. Hvers eiga samdómarar slíks dómara að gjalda og hvernig er staðan í umdæmi þar sem slíkur dómari er einn? Á aðili dómsmáls að sætta sig við ef dómari og lögmaður gagnaðila eða gagnaðili sjálfur eru t.d. í frímúrarareglunni?“

Þá segir Valtýr að dómurum séu tryggð ákveðinn réttindi í stjórnarskránni, en á sama tíma séu lagðar á þá ákveðnar skyldur. „Arnar Þór hafði engan rétt á að líta á þessi réttindi sem einskonar heiðursmerki í þanið brjóst hans sjálfs er hann var héraðsdómari. Þau sjónarmið sem Arnar Þór lét ítrekað í veðri vaka um stjórnarskrárvarin réttindi hans sem dómara til að tjá sig áttu að víkja fyrir þessum rétti borgaranna.“

„Sýnist varaþingmanðurinn byrja afleitlega og lentur út í skurði“

Valtýr viðurkennir að það hafi glatt hann þegar Arnar Þór baðst lausnar úr dómaraembætti og bauð sig fram til setu á Alþingi, þó hann hafi velt fyrir sér hvað myndi gerast kæmist hann á þing. Hann telur varaþingmanninn ekki hafa byrjað vel í starfi, og segir að með bréfi sínu hafi hann hvatt opinbera aðila til lögbrota.

„Álitamál væri hvort hann næði að hugsa út fyrir hinn þrönga ramma sem hvelfdist um skoðanir hans sjálfs. Mér sýnist varaþingmanðurinn byrja afleitlega og lentur út í skurði, enda virðir hann að vettugi lög og hvetur jafnvel opinbera aðila til lögbrota með bréfi sínu. Að því leyti er hann við sama heygarðshornið.

Andstætt dómarastarfinu er hins vegar auðvelt að losa sig við þingmann sem af sjálfumgleði setur fram skoðanir með framangreindum hætti, allt í þeirri bjargföstu trú að um einn sannleika sé að ræða sem flestum öðrum er hulinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni