Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta kom fram í viðtali við Dag á Rás 2 rétt í þessu.
Dagur fór í sóttkví vegna covid fyrir helgi og gaf þá út að hann myndi tilkynna að því loknu hvort hann ætlaði að gefa aftur kost á sér fyrir komandi kosningar. Áður hafði hann sagst ætla að tilkynna um ákvörðun sína eftir hátíðirnar þannig að margir biðu spenntir.
Reiknað hafði verið með oddvitaslag Skúla Helgasonar og Heiðu Bjargar Hilmisdóttur ef Dagur ætlaði að hætta.