fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Eyjan

Þrír nýir stjórnendur hjá Orkustofnun

Eyjan
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 17:46

Sólveig Skaptadóttir, Dr. Marta Rós Karlsdóttir og Sigurður Ingi Friðleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír nýir stjórnendur hafa tekið til starfa hjá Orkustofnun í kjölfar stefnuinnleiðingar og skipulagsbreytinga síðastliðið haust.  Dr. Marta Rós Karlsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar, Sigurður Ingi Friðleifsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar og Sólveig Skaptadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri stafrænnar miðlunar.

Marta Rós starfaði frá árinu 2014 hjá Orku náttúrunnar, meðal annars sem forstöðumaður auðlinda og nýsköpunar þar sem hún byggði upp sviðið og bar ábyrgð á auðlindanýtingu og grænni nýsköpun fyrirtækisins, sem og stefnumótun og samskiptum við hagsmunaaðila í tengslum við auðlindanýtingu og loftslagsmál. Þá sat hún í framkvæmdastjórn ON og fór með mannaforráð á sviðinu. Frá ársbyrjun 2021 hefur hún starfað sem fagleiðtogi sjálfbærni hjá Verkís þar sem hún hefur sinnt innleiðingu á sjálfbærni í hönnun og ráðgjöf fyrirtækisins. Marta Rós er með doktors- og meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt verið fyrirlesari og leiðbeinandi við HÍ, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna.

Sigurður Ingi hefur starfað hjá Orkustofnun og verið framkvæmdastjóri Orkuseturs frá árinu 2006. Þar hefur hann verið virkur í upplýsingamiðlun, prófunum og innleiðingu nýrrar tækni á sviði orkuskipta bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Þá hefur hann tekið virkan þátt í rannsóknum og nýsköpun og skrifað fjölmargar greinar og víða haldið fyrirlestra um orku- og loftslagsmál. Ennfremur hefur Sigurður Ingi sinnt kennslu við Háskólann á Akureyri á árunum 2007-2010, og er sveitarstjórnarfulltrúi í Eyjafjarðarsveit frá 2016. Áður starfaði Sigurður Ingi m.a. sem sérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og við kennslu. Sigurður Ingi er með meistaragráðu í umhverfisvísindum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og BSc próf í líffræði og próf í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands.

Sólveig hefur undanfarið starfað hjá Norðurlandaráði sem pólitískur ráðgjafi flokkahóps jafnaðarmanna og sem aðstoðarmaður þingflokks Samfylkingarinnar á Alþingi allt frá árinu 2017, þar sem hún sá m.a. um samskiptamál og stafræna upplýsingamiðlun. Áður starfaði Sólveig m.a. sem verkefnastjóri og LEAN ráðgjafi og tók þátt í uppbyggingu stafræns miðlunar umhverfis hjá Upplýsingaskrifstofu Evrópuþingsins í Kaupmannahöfn. Sólveig er með meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Háskólanum í Hróarskeldu í Danmörku og BA gráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Málmey í Svíþjóð.

Orkumálstjóri, Halla Hrund Logadóttir, segir ráðningar þessa öfluga hóps stjórnenda geri Orkustofnun enn betur í stakk búna í að takast á við mikilvægt hlutverk sitt að styðja við orkustefnu Íslands og loftslagsmarkmið stjórnvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra