Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson, og Óli Valur Steindórsson hafa ákveðið gefa samstarf sitt upp á bátinn, en þeir hafa rekið saman veitingastaðina Hlöllabáta, Barion Mosó, Barion Brugghús og Minigarðinn. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.
Svo virðist sem að það hafi gefið verulega á bátinn nú í COVID-19 faraldri sem hafi breytt rekstrarforsendum. Morgunblaðið vísar til heimilda sem kveða að þeir Sigmar og Óli telji aðgerðir stjórnvalda til að styðja við rekstur fyrirtækja ekki hafa náð utan um þeirra rekstur þar sem þeir hafi ekki orðið fyrir nægjanlegu tekjufalli.
Frekar en að leggja árar í bát hafa þeir því ákveðið að skipta á milli sín veitingastöðunum og vera þar með einir á báti, því með því móti verði til tvö félög sem eigi hvort um sig auðveldrar með að þreyja þorrann.
Samkvæmt Morgunblaðinu mun Sigmar fá í sínar hendur Minigarðinn og Barion Bryggjuna og Óli með Hlöllabáta og Barion Mosó.
Engar skuldir verða felldar niður og ætla þeir félagar að standa við sínar skuldbindingar.