fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Gefa samstarfið upp á Hlölla-bátinn

Eyjan
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson, og Óli Valur Steindórsson hafa ákveðið gefa samstarf sitt upp á bátinn, en þeir hafa rekið saman veitingastaðina Hlöllabáta, Barion Mosó, Barion Brugghús og Minigarðinn. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Svo virðist sem að það hafi gefið verulega á bátinn nú í COVID-19 faraldri sem hafi breytt rekstrarforsendum. Morgunblaðið vísar til heimilda sem kveða að þeir Sigmar og Óli telji aðgerðir stjórnvalda til að styðja við rekstur fyrirtækja ekki hafa náð utan um þeirra rekstur þar sem þeir hafi ekki orðið fyrir nægjanlegu tekjufalli.

Frekar en að leggja árar í bát hafa þeir því ákveðið að skipta á milli sín veitingastöðunum og vera þar með einir á báti, því með því móti verði til tvö félög sem eigi hvort um sig auðveldrar með að þreyja þorrann.

Samkvæmt Morgunblaðinu mun Sigmar fá í sínar hendur Minigarðinn og Barion Bryggjuna og Óli með Hlöllabáta og Barion Mosó.

Engar skuldir verða felldar niður og ætla þeir félagar að standa við sínar skuldbindingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar