fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Mikill stuðningur við ríkisstjórnina en fylgi VG minnkar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup styðja 62% þjóðarinnar núverandi ríkisstjórn. Fylgi VG dalar hins vegar um tvö prósentustig frá þingkosningunum í haust.

Könnunin var gerð í desember og er Sjálfstæðisflokkurinn efstur með 23,3% fylgi, sem er rúmu prósenti minna en fylgið sem flokkurinn fékk í kosningunum.

Fylgi Framsóknar stendur nánast í stað og eykst þó lítillega, úr 17,3% upp í 17,7%.

VG lækkar úr 12,6% niður í 10,6%.

Stjórnarandstöðuflokkunum gengur misjafnlega. Píratar bæta hressilega við sig frá kosningafylginu, fara úr 8,6% upp í 12,5%.

Samfylkingin bætir dálítið við sig, fer úr 9,9% upp í 10,6%.

Viðreisn er rétt fyrir ofan kosningafylgið, eða í 8,6%.

Flokkur fólksins, sem vann sigur í kosnignunum, er rétt fyrir neðan kjörfylgið, eða í 8,6%.

Sósíalistaflokkurinn fengi 4,5% og næði ekki fólki á þing.

Miðflokkurinn myndi falla af þingi miðað við þessar niðurstöður, er í 3,4% en fékk 5,5% í kosningunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?