fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Rúvarar flýja ofan af Efstaleiti í unnvörpum – Verður Helgi næstur?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. janúar 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, geðþekki en ákveðni stjórnandi Kastljóssins, tilkynnti í dag að hann hefði stýrt sínum síðasta Kastljósþætti og myndi brátt hefja störf á nýjum vettvangi. Hvar, fylgdi ekki sögunni.

Ljóst er að Einar er eftirsóknarverður starfskraftur bæði í einka- og ríkisgeiranum og fylgjast margir nú spenntir með því hvar hann lendir. 

Hópur fyrrum RUVara stækkaði þannig um einn í dag en fyrir var grúppan orðin stæðileg. Tæki hópurinn upp á því að halda partý er óvíst  hvort slík samkunda stæðist sóttvarnarlög, slík er blóðtakan.

Raunar hafa gárungar gantast og spurt hvort flóttinn ætti jafnvel heima á borði Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, en hann er einnig formaður flóttamannanefndar.

Um áramótin kvaddi Rakel Þorbergsdóttir eftir rúma tvo áratugi á fréttastofunni. Rakel gegndi stöðu fréttastjóra og er grannt fylgst með því hverjir kunna að gefa kost á sér í starfið þegar eftir umsóknum verður auglýst.

Aðalsteinn Kjartansson, Kveiksmaður og einn aðalmaðurinn í Samherjaafhjúpun þáttarins, stökk úr Efstaleitinu og hóf störf hjá Stundinni á nýliðnu ári.

Áður hafði Milla Ósk Magnúsdóttir fært sig frá RUV og yfir í stöðu aðstoðarmanns Lilju Alfreðsdóttur, sem þá var mennta- og menningarmálaráðherra. Hún er nú aðstoðarmaður Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra.

Sömuleiðis kvaddi Sunna Valgerðardóttir fréttastofu RUV nýverið. Haukur Harðarson íþróttafréttamaður einnig. Orri Freyr Rúnarsson, útvarpsmaður á Rás 2 stimplaði sig jafnframt út hjá RUV á nýliðnu ári og inn hjá Reykjavíkurborg. Þá kvöddu yfirmenn KrakkaRUV,  grafíkar og vefmála einnig á síðasta ári.

Heimildir Orðsins herma þá jafnframt að hvíslað hafi verið um brotthvarf Helga Seljan í Efstaleitinu, og víðar. Helgi er einn virtasti fjölmiðlamaður landsins og ættu allar dyr utan nokkurra á Eyjafjarðarsvæðinu að standa honum opnar kysi hann að söðla um.

Vissulega er það svo að í fjölmiðlum er stuttur starfsaldur frekar regla en hitt, og tveggja áratuga sprettir eins og hjá fráfarandi fréttastjóra RUV afbrigði ef eitthvað. Þá er Covid faraldurinn sagður hafa hægt tímabundið á eðlilegum flutningi fólks á milli starfa, enda gefur enginn með fullum mjalla upp kózí gigg hja ríkisstofnun í miðri kreppu. Nú gæti verið að losna um þá spennu.

Þó er það nú Orðið, að flóttinn af RUV virðist meira en hinn týpíski titringur athyglisbrostinna fréttamanna og Covid spenna. Haldi flóttinn áfram má því búast við þó nokkurri endurnýjun hjá RUV á næstu misserum, bæði á gólfinu sem og á meðal stjórnenda.

Á meðan standa Bogi og Jóhanna vaktina. Þau eru ekki að fara neitt.

Uppfært: Í fyrri útgáfu var RUV sagt vera í Ofanleiti, en það er í Efstaleiti, auðvitað. Fyrirsögn hefur því verið breytt, og fylgir með aum tilraun höfundar til þess að gera grín að mistökum sínum. RUVarar, þeir sem eftir eru, eru beðnir afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar