fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

Rekstur lífeyrissjóðanna kostar 25 milljarða á ári – „Of margir á spena þessa kerfis“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 08:00

Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru í Kringlunni 7.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ódýrt að reka íslensku lífeyrissjóðina en rekstrarkostnaður þeirra er rúmlega 25 milljarðar króna á ári. Dæmi eru um að árslaun forstjóra sjóðanna séu allt að 38 milljónir.

Þetta kemur fram í samantekt um útgjöld þeirra sem Fréttablaðið hefur undir höndum en blaðið fjallar um málið í dag. Fram kemur að í samantektinni  sé skrifstofu- og stjórnunarkostnaður lagður saman við fjárfestingargjöld sjóðanna. 21 lífeyrissjóður er rekinn hér á landi.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins trónir á toppnum hvað varðar kostnað en árlegur rekstrarkostnaður hans er um 4,3 milljarðar. Þar á eftir kemur Lífeyrissjóður verzlunarmanna með rétt rúmlega 4 milljarða. Rekstrarkostnaður Gildis er tæplega 3,6 milljarðar og rekstrarkostnaður Birtu ríflega 2,2 milljarðar.

Hvað varðar árslaun forstjóra þessara sjóða þá er forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna með tæplega 38 milljónir í árslaun og fimm aðrir stjórnendur sjóðsins eru með samtals 147 milljónir í árslaun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, tæplega 30 milljónir að meðaltali.

Blaðið hefur eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem skipar fjóra af átta stjórnarmönnum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að rekstrarkostnaðurinn sé áhyggjuefni. „Það er ljóst af þessum tölum að úthýsing fjárfestinga í gegnum verðbréfasjóði og fjárfestingarfélög hefur aukist verulega á sama tíma og skrifstofu- og stjórnunarkostnaður fer vaxandi. Hér fer ekki saman hljóð og mynd, því ef menn eru að úthýsa eignastýringu, umsýslu og ábyrgð sem því fylgir ættu sjóðirnir sjálfir að geta sparað í stjórnunar- og skrifstofukostnaði,“ ef haft eftir honum.

Hann sagðist telja að kostnaðurinn sé enn hærri. „Það er ekkert gagnsæi í ársreikningum sjóðanna og þar kemur ekki allt fram en í öllu falli eru of margir á spena þessa kerfis,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu