fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Eyjan

Atvinnuleysi er komið niður í það sem það var fyrir heimsfaraldurinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að atvinnuleysi verði 5,1% um mánaðamótin en það er um það bil sama hlutfall og var þegar heimsfaraldurinn skall á í febrúar 2020. Það náði hámarki í janúar þegar það mældist 11,6% en síðan þá hefur það lækkað í hverjum mánuði. Í ágúst var það komið í 5,5%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Birnu Guðmundsdóttir, deildarstjóra gagnagreiningar hjá Vinnumálastofnun, að þetta sé gríðarlega jákvætt. „Atvinnulífið var um 100 mánuði að jafna sig eftir bankahrunið en þessi atvinnukreppa virðist vera 20 mánuðir. Um fimm sinnum fljótari,“ sagði hún.

Hún sagði spána fyrir veturinn vera bjarta. „Ferðaþjónustan er komin í einhvers konar jafnvægi og jafnvel betra en fyrir faraldurinn. Kannski viljum við ekkert tvær til þrjár milljónir ferðamanna á ári. Fólk hefur færst til milli greina og horfurnar fyrir veturinn eru ekki slæmar. Við fáum ekki slæman vetur eins og í fyrra,“ sagði hún.

Það má þó gera ráð fyrir árstíðabundnum sveiflum og að atvinnuleysið verði mest yfir vetrarmánuðina þegar mesta lægðin er í ferðaþjónustu, byggingariðnaði og sjávarútvegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Leyfilegt að mismuna börnum – mótmæli á Austurvelli í kvöld

Orðið á götunni: Leyfilegt að mismuna börnum – mótmæli á Austurvelli í kvöld
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn veiddur í gildru – situr uppi með Svarta-Pétur

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn veiddur í gildru – situr uppi með Svarta-Pétur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heidelberg beinir sjónum sínum að Húsavík eftir höfnunina í Þorlákshöfn

Heidelberg beinir sjónum sínum að Húsavík eftir höfnunina í Þorlákshöfn