fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Illa gengur að koma afgönskum flóttamönnum hingað til lands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 09:00

Fjöldi fólks safnaðist saman við flugvöllinn á meðan möguleiki var á að komast úr landi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta mánuði tilkynnti ríkisstjórnin að tekið yrði við allt að 120 afgönskum flóttamönnum. Það gengur illa að koma þeim hingað til lands og er ástæðan fyrir því skortur á flugferðum frá Kabúl en þær eru af skornum skammti eftir brotthvarf erlenda herliðsins frá landinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að neyðarflug erlendra ríkisstjórna til og frá Afganistan hafi lagst af og reglulegt millilandaflug sé ekki enn hafið frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl.

Ríkisstjórnin ákvað að tekið yrði við allt að 120 afgönskum flóttamönnum vegna ástandsins sem skapaðist í kjölfar valdatöku Talibana. „Eftir að erlendur liðsafli fór frá Afganistan hafa möguleikar til að aðstoða fólk við að komast úr landi dvínað mjög. Þeir eru varla til staðar lengur,“ er haft eftir Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins.

Hann sagði að borgaraþjónusta ráðuneytisins hafi verið í sambandi við 30 manns sem höfðu dvalið hér á landi eða stundað nám við Alþjóðlega jafnréttisskólann á Íslandi og séu 10 manns úr þessum hópum komnir til landsins. „Miðað við þær viðmiðunartölur sem lagt var upp með, rúmlega hundrað manns og allt að hundrað og tuttugu, þá er óvíst hvað verður með hina,“ sagði Sveinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“