fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Helgi seldi hlut sinn í Bláa Lóninu til Stoða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. september 2021 08:00

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingafélagið Stoðir hf. hefur keypt rúmlega sex prósenta hlut Hofgarða ehf., sem er í eigu Helga Magnússonar fjárfestis, í Bláa lóninu hf. Helgi hefur setið í stjórn Bláa lónsins í 17 ár, þar af hefur hann verið formaður stjórnarinnar síðustu tíu árin.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Helgi láti nú af stjórnarformennsku í Bláa lóninu. Haft er eftir Helga að viðskiptin hafi gengið hratt fyrir sig. Hann hafi fengið áhugavert tilboð í hlutabréfin og hafi ákveðið að fallast á það og selja öll hlutabréf sín í fyrirtækinu. Hvað varðar kaupverðið sagði hann það vera trúnaðarmál milli seljanda og kaupanda.

„En hér er um mikil verðmæti að ræða. Ég hef tekið þátt í því stórkostlega ævintýri sem rekstur, þróun og uppbygging Bláa lónsins hefur verið. Það hefur verið einstaklega áhugavert og gefandi viðfangsefni í alla staði,“ er haft eftir honum.

Rétt er taka fram að Helgi er formaður stjórnar Torgs ehf. sem á og rekur DV.is, Fréttablaðið fleiri miðla. Félög í eigu Helga eru stærstu hluthafarnir í Torgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“