Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Helgi láti nú af stjórnarformennsku í Bláa lóninu. Haft er eftir Helga að viðskiptin hafi gengið hratt fyrir sig. Hann hafi fengið áhugavert tilboð í hlutabréfin og hafi ákveðið að fallast á það og selja öll hlutabréf sín í fyrirtækinu. Hvað varðar kaupverðið sagði hann það vera trúnaðarmál milli seljanda og kaupanda.
„En hér er um mikil verðmæti að ræða. Ég hef tekið þátt í því stórkostlega ævintýri sem rekstur, þróun og uppbygging Bláa lónsins hefur verið. Það hefur verið einstaklega áhugavert og gefandi viðfangsefni í alla staði,“ er haft eftir honum.
Rétt er taka fram að Helgi er formaður stjórnar Torgs ehf. sem á og rekur DV.is, Fréttablaðið fleiri miðla. Félög í eigu Helga eru stærstu hluthafarnir í Torgi.