fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Helgi seldi hlut sinn í Bláa Lóninu til Stoða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. september 2021 08:00

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingafélagið Stoðir hf. hefur keypt rúmlega sex prósenta hlut Hofgarða ehf., sem er í eigu Helga Magnússonar fjárfestis, í Bláa lóninu hf. Helgi hefur setið í stjórn Bláa lónsins í 17 ár, þar af hefur hann verið formaður stjórnarinnar síðustu tíu árin.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Helgi láti nú af stjórnarformennsku í Bláa lóninu. Haft er eftir Helga að viðskiptin hafi gengið hratt fyrir sig. Hann hafi fengið áhugavert tilboð í hlutabréfin og hafi ákveðið að fallast á það og selja öll hlutabréf sín í fyrirtækinu. Hvað varðar kaupverðið sagði hann það vera trúnaðarmál milli seljanda og kaupanda.

„En hér er um mikil verðmæti að ræða. Ég hef tekið þátt í því stórkostlega ævintýri sem rekstur, þróun og uppbygging Bláa lónsins hefur verið. Það hefur verið einstaklega áhugavert og gefandi viðfangsefni í alla staði,“ er haft eftir honum.

Rétt er taka fram að Helgi er formaður stjórnar Torgs ehf. sem á og rekur DV.is, Fréttablaðið fleiri miðla. Félög í eigu Helga eru stærstu hluthafarnir í Torgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?