Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið almennur borgari sem óskaði eftir að fá samningana afhenta.
Heilbrigðisráðuneytið vildi ekki afhenda samningana þar sem það taldi hættu á að það myndi valda tjóni og að þeir innihaldi einnig samskipti við erlend ríki þar sem Svíþjóð á einnig aðild að samningunum.
Í úrskurðinum kemur fram að ef samningarnir verði birtir muni það skerða traust á milli íslenska og sænska ríkisins. „Verður ekki fram hjá því litið að íslenska ríkinu mun líklega reynast nauðsynlegt að festa kaup á fleiri bóluefnaskömmtum gegn COVID-19,“ segir einnig og að ef samningarnir verði birtir geti lyfjafyrirtækin borið því við að Ísland hafi ekki staðið við sinn hluta samninganna og það geti breytt afhendingu og samningsstöðu Íslands til hins verra.