fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Ragnar segir að launahækkanir hjá opinberum starfsmönnum leggi línurnar fyrir næstu kjaraviðræður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 09:00

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og LÍV. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR stéttarfélags, segir að hlutfallslega miklar launahækkanir opinberra starfsmanna leggi línurnar fyrir næstu kjaraviðræður. Halldór Benjamín Þorgeirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, telur þessar hækkanir vera neikvæða þróun.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Hið opinbera er að leggja línurnar fyrir almenna markaðinn í komandi kjaraviðræðum. Það er eina ályktunin sem ég dreg af stöðunni,“ er haft eftir Ragnari um tölur frá Hagstofunni sem sýna að laun opinberra starfsmanna hækkuðu rúmlega tvöfalt miðað við starfsmenn á almennum markaði frá 2020 til 2021.

Á milli maí 2020 til maí 2021 hækkuðu laun opinberra starfsmanna um 12,4%, 14,5% hjá sveitarfélögunum og um 5,8% á almennum vinnumarkaði. „Það er erfitt fyrir okkur í verkalýðshreyfingunni að gagnrýna aðrar stéttir. Mín nálgun er sú að þegar aðrar stéttir eru að fara fram úr okkur í kjörum þá leggur það svolítið línurnar fyrir okkur um hvað við ætlum að sækja í fyrir næstu kjarasamninga. Þar horfum við náttúrlega til kjaraþróunar embættismanna – meðal annars alþingismanna, sem hafa fengið veglegar hækkanir langt umfram það sem við sömdum um í okkar kjarasamningum,“ sagði Ragnar.

Hann sagði að hjá VR eigi enn eftir að gera faglega úttekt á gögnum Hagstofunnar en horft verði til allra atriða í næstu kröfugerð. „Ef þetta eru línurnar sem er verið að leggja fyrir almenna vinnumarkaðinn fyrir komandi kjaraviðræður, mögulega endurskoðun kjarasamninga, þá í sjálfu sér liggur alveg fyrir hver grunnurinn á okkar kaupkröfu verður í aðdraganda næstu samninga,“ sagði Ragnar sem sagðist telja að nægt svigrúm sé fyrir launahækkanir á almennum markaði. Fyrirtækjum gangi almennt vel og launakostnaður hafi lækkað hlutfallslega. „Við erum með tölulegar staðreyndir fyrir framan okkur sem sýna ákveðið svigrúm sem er að byggjast upp,“ sagði hann.

Halldóri Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagðist ekki vera hrifinn af launaþróuninni hjá hinu opinbera. „Það er mikil óheillaþróun sem við sjáum í þessum tölum. Þetta er þó að vissu leyti fyrirséð. Auðvitað er það þannig að þegar við förum í krónutöluhækkanir þá verða hlutfallslega mestu hækkanirnar á lægstu taxtana, sem eru hjá sveitarfélögunum. Það er alveg ljóst að breytingar sem samið er um í kjarasamningum opinberra starfsmanna hafa í gegnum söguna birst sem kröfur á almenna markaðinum með tímatöf. Í næstu samningalotu má gera ráð fyrir því að þar sem opinberi geirinn hafi farið fram úr hinum almenna muni þær kröfur framkallast á samningaborðinu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“