fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Meirihluti þjóðarinnar vill bjóða aflaheimildir upp – Útgerðarmönnum hugnast sú leið ekki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 08:00

Þorskurinn gæti verið í hættu. Mynd Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 76% landsmanna vilja að útgerðinni verði gert að greiða markaðsgjald fyrir afnot af fiskimiðunum. Þetta hugnast útgerðarmönnum ekki og vara við þeirri leið.

Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin Þjóðareign, sem eru samtök áhugafólks um að þjóðin fái sanngjarnt afgjald fyrir auðlindir, þá vilja rúmlega 76% landsmanna að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir afnot sín af fiskimiðunum. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

Með markaðsleyfi er átt við að veiðileyfi verði boðin upp með þeim hætti að útgerðir fengju alltaf sjálfkrafa 90-95% af kvóta fyrra árs í sinn hlut og næði útboðið því aðeins til 5-10% af árlegum heildarafla.

Fram kemur að ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti markaðsgjaldi þá sé hlutfall þeirra sem styðja markaðsgjald 93%. Niðurstöðurnar eru afgerandi þvert á stjórnmálaflokka, aldur, tekjur, menntun og búsetu.

Stuðningsfólk Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar er jákvæðast í garð þessarar leiðar. 100% af kjósendum Viðreisnar eru hlynntir markaðsgjaldi, 97% af kjósendum Pírata og 98% af kjósendum Samfylkingarinnar ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, eru ekki hlynnt því að 5-10% aflaheimilda verði boðin út árlega. „Uppboð afla hugnast okkur ekki. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að þau gefa ekki góða raun. Það er aukin samþjöppun, aukin skuldsetning, verri umgengni við auðlindina og í ljós kemur að það eru hinir stærri og sterkari sem bera sigur úr býtum á uppboðum. Þannig að ef hugsunin er að halda sjávarútvegi í dreifðri eignaraðild þá eru uppboð ekki ákjósanleg leið,“ hefur Fréttablaðið eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS.

Þjóðareign hafnar þessum rökum Heiðrúnar og er haft eftir Bolla Héðinssyni, forsvarsmanna samtakanna, að uppboð muni ekki leiða til þess að stærri útgerðir nái meiri kvóta til sín þar sem lög banni það og það þurfi bara að framfylgja lögunum. Samtökin telja einnig að uppboð muni tryggja dreifingu og jafnt verð fyrir alla þá sem bjóða hærra en lægsta útboðsverð og þannig muni nýliðun í sjávarútvegi verða auðveldari því allir geti keypt aflaheimildir á opnum markaði.

1.695 manns voru í úrtaki könnunarinnar sem var framkvæmd frá 21. júlí til 4. ágúst. Svarhlutfallið var 51%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG