fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Auðkýfingarnir sem borga skattana sína erlendis

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í byrjun árs þegar tilkynnt var um að stórfyrirtækið Twitter hefði keypt tækni- og vefhönnuðarfyrirtækið Ueno, sem frumkvöðullinn Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði.

Kaupverðið var ekki gefið upp en ljóst er að það hljóp á tugum milljörðum króna og skaut Haraldi þegar í hóp efnuðustu Íslendinga samtímans. Ueno var staðsett í Bandaríkjunum og var haft síðar eftir íslenska frumkvöðlinum að endurskoðendur ytra hefðu verið allir af vikjaað tryggja að hann þyrfti að borga eins litla skatta og mögulegt var með því að færa kaupverðið í gegnum alræmd skattaskjól.

Haraldur Ingi Þorleifsson

Haraldur var þó á öðru máli og tilkynnti strax að allir skattar af sölunni stóru yrðu borgaðir á Íslandi. Sagði hinn nýi auðkýfingur í yfirlýsingu að hann hefði alist upp hjá foreldrum sem voru með lágar tekjur auk þess sem hann væri með alvarlega fötlun. Ókeypis heilbrigðis- og skólakerfi á Íslandi hefði gefið honum tækifæri til þess að blómstra og því væri hann afar ánægður með því að geta endurgoldið íslensku samfélagi með því að greiða skattana hér.

Fjöldi íslenskra auðmanna deila ekki þessum gildum Haraldar og eru skráðir með lögheimili sín erlendis þrátt fyrir margskonar umsvif sín á Íslandi. Þau kjósa því að greiða sína persónulegu skatta og gjöld ytra.

 

Björgólfur Thor Björgólfsson  – Bretland

Auðugasti Íslendingurinn hefur um árabil verið búsettur á Bretlandseyjum þaðan sem hann stýrir fjölþjóðlegu viðskiptaveldi sínu. Hvar hann greiðir skatta sína og gjöld er óljós en í umfjöllun DV frá árinu 2005 kom fram að hann greiddi skatta sína og gjöld á Kýpur þar sem hann var skráður til heimilis þrátt fyrir að búa í Bretlandi.

Björgólfur Thor Björgólfsson

Róbert Wessman – Bretland

Róbert hefur um áratugaskeið verið reglulegur gestur á lista skattstjóra yfir hæstu skattgreiðendur. Hann flutti þó nýlega lögheimili sitt úr Garðabænum og til Bretlands þar sem hann býr í glæsilegu húsi í Kensington-hverfi sem hann keypti í fyrra á tæpa þrjá milljarða króna.

Róbert Wessmann

Ólafur Ólafsson – Sviss

Auðkýfingurinn umdeildi Ólafur Ólafsson hefur verið búsettur erlendis frá árinu 2005 þegar uppgangurinn í íslensku viðskiptalífi var í algleymi. Hann var fyrst búsettur í Bretlandi en flutti síðan til Sviss árið 2009. Frá Sviss stýrir Ólafur margskonar umsvifum sínum í íslensku viðskiptalífi. Ólafur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða. Ólafur hóf afplánun dómsins í byrjun árs 2015 en sat aðeins inni í rúmt ár þar sem sem nýjar reglur gerðu honum kleyft að afplána dóminn fyrst á áfangaheimilinu Vernd og síðan hluta undir rafrænu eftirlit.

Ólafur Ólafsson

 

Hreiðar Már Sigurðsson – Lúxemborg

Kaupþingsforstjórinn fyrrverandi hefur verið skráður til heimilis í Lúxemborg undanfarin ár. Hann hefur látið hafa eftir sér að hann hafi tapað nánast öllum sínum sparnaði í hruninu. Þrátt fyrir það er Hreiðar Már umsvifamikill í hótelrekstri og fasteignakaupum hérlendis, ekki síst á sínum heimaslóðum í Stykkishólmi. Hreiðar Már hlaut þyngsta dóminn í Al-Thani málinu áðurnefnda eða fimm og hálfs árs fangelsisdóm. Hann afplánaði rúma fjórtán mánuði á Kvíabryggju, rúmlega sjö mánuði á Vernd og síðan ellefu mánuði undir rafrænu eftirliti.

Hreiðar Már Sigurðsson

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir – Bretland

Hjónin Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa verið skráð með lögheimili í Bretlandi undanfarin ár en eru þó ávallt með að minnsta kosti annan fótinn heima á Íslandi. Bæði eru þau á kafi í fjárfestingum hér heima en nýlega keypti félag í eigu Ingibjargar stóran hlut í Skeljungi og er Jón Ásgeir  stjórnarformaður fyrirtækisins.

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir

Baldvin Þorsteinsson – Holland

Samherjaerfinginn hefur verið búsettur í Hollandi um skeið þar sem hann veitir útgerð Samherja í Evrópu forstöðu auk þess sem hann er stjórnarformaður Eimskip og situr í stjórn Jarðboranna. Í fyrra afsalaði Þorsteinn Már, faðir Baldvins, hlut sínum í Samherja til barna sinn sem gárungar töluðu um sem stærstu sumargjöf í sögu Íslands. Á einni nóttu eignaðist því Baldvin 2,55% af heildar fiskveiðikvóta landsins. Persónulega greiðir Baldvin þó skattana af viðskiptaveldi sínu ytra.

Baldvin Þorsteinsson.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK