fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Glúmur tætir í sig forystu íslensku stjórnmálaflokkanna – „Leggur áherslu á ofbeldisfemínisma og að skólabörn gerist vegan“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 21. ágúst 2021 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, gefur lítið fyrir leiðtoga þeirra flokka sem bjóða sig fram til þings í komandi þingkosningum. Hann fer yfir formennina í færslu á Facebook og gefur þar öllum nema einum falleinkunn. Rétt er að minna á að sjálfur er Glúmur oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavík.

„Ég hef uppá síðkastið verið að velta fyrir mér leiðtogum núverandi flokka sem bjóða sig fram til þings,“ skrifar Glúmur.

1 Sjálfstæðisflokkurinn

Fyrst horfir Glúmur til formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur setið síðan 2003 og varð uppvís að því að fela peninga á aflandsreikningum og gerði einkavin Samherja að sjávarútvegsráðherra.

2 Vinstri Græn

Ekki er Glúmur heldur hrifinn af forsætisráðherra landsins, Katrínu Jakobsdóttur.

„Katrín Jakobsdóttir kennir sig við vinstrið og umhverfið hefur svikið öll kosningaloforð síns flokks um hálendisþjóðgarð, breytingar á stjórnarskrá er miða að því að staðfesta að auðlindirnar eru sameign þjóðarinnar. Hún er enn í NATO.“

3 Viðreisn

Glúmur segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar hafa verið á lengi á þingi.

„Þorgerður Katrín hefur verið á þingi frá því elstu menn muna á vegum XD og maður hennar þáði kúlulán uppá næstum milljarð í skjóli pólitísks valds sem aldrei var endurgreitt heldur afskrifað. Í XD var hún á móti ESB en í Viðreisn er ESB nú lausnin.“

4 Miðflokkurinn

Glúmur rifjar upp Wintris-málið í sambandi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og nýlegt uppátæki hans, að borða hrátt nautahakk.

„Sigmundur Davíð var eitt sinn forsætisráðherra en hrökklaðist frá völdum fyrir að ljúga að alþjóð um dulda Wintris sjóði í skattaskjóli. Hann er nú mættur aftur og borðar hrátt kjöt útá víðavangi.“

5 Samfylkingin

Glúmur er að öllum líkindum ekki að fara að kjósa Samfylkinguna en hann telur flokkinn nú ganga erinda femínista og grænkera. Um Loga Einarsson, formann, hefur Glúmur þetta að segja:

„Formaður Samfylkingarinnar hefur mestar áhyggjur af bráðnun jökla og leggur áherslu á ofbeldisfemínisma og að skólabörn gerist vegan. Hann hefur litlar áhyggjur af öryrkjum og eldri borgurum heldur aðallega vel menntuðum öfgafemínistum.“

6 Flokkur fólksins

Glúmur segir að formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, hafi grátið sig inn á þing og minnir á að hún búi enn í íbúð á vegum Öryrkjasambandsins þrátt fyrir að vera á góðum launum sem þingmaður. Ekki þykir Glúmi að Tómas Tómasson, hamborgararisi og Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður, séu góð viðbót við flokkinn.

„Inga Sæland grenjaði sig síðast inná þing fyrir öryrkja og býr enn í öryrkjaíbúð á ofurlaunum. Og nú hefur hún fengið til liðs við sig Tomma og Kobba sem ekki beint eru öryrkjar þótt aldnir séu orðnir.“

7 Sósíalistaflokkurinn

Glúmur rifjar upp sögur um að Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, hafi notast við einkaþotur þegar hann var sem fyrirferðamestur í fjölmiðlaheiminum, en Jón Ásgeir Jóhannesson, athafnamaður, sagði í bók sinni Málsvörn að Gunnar Smári hafi á þeim tíma ekki nennt til Danmerkur nema með einkaþotu.

„Leiðtogi sósíalista sem vill afturhvarf til kommúnisma Sovétríkjanna og Kúbu skömmu eftir að hafa ekki nennt útí sjoppu án einkaþotu. Alræði öreiganna.“

8 Framsóknarflokkurinn

Að lokum víkur Glúmur máli sínu að Framsóknarflokknum en það virðist vera eini flokkurinn sem hann gefur ekki falleinkunn.

„Þetta er nú glæsilegt lið, ekki satt? Eini leiðtoginn sem ég ber virðingu fyrir og virðist að mér vera heill er Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins. Þar virðist mér aftur kominn framsóknarleiðtogi sem minnir á Steingrím heitinn Hermannsson sem gerði gloríur en vildi vel. Einn af átta.

Valmöguleikarnir eru ekki glæsilegir. Til hamingju Ísland!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!