fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – Eins máls flokkur og svik

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 07:59

Vilhjálmur Bjarnason, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar langa grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni „Eru stjórnmálaflokkar í öngstrætum?“. Í greininni fer hann yfir víðan völl um eitt og annað er tengist flestum starfandi stjórnmálaflokkum landsins og er Sjálfstæðisflokkurinn ekki skilinn út undan í þeirri umfjöllun.

Vilhjálmur spyr hvað hafi gerst í Sjálfstæðisflokknum. „Einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins sagði eitt sinn: „Í húsi föður míns eru margar vistarverur“ og átti þá við að flokkurinn yrði að þola innri fjölbreytni. Nú er fjölbreytninni úthýst og spyrja mætti hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að verða eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för?“ segir Vilhjálmur og rifjar síðan upp að forysta flokksins hafi tekið þá ákvörðun 2014 að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu eftir að hafa lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Aðildarumsóknin hafi legið í dvala og hafi ekki skaðað neinn. Þetta hafi orðið til þess að stór hópur sagði skilið við flokkinn og hafi gengið til liðs við „nýjan smáflokk,“ segir hann og á þar við þá úr hópi atvinnurekenda sem gengu til liðs við Viðreisn. Segir Vilhjálmur að þetta hafi verið góð leið til að minnka Sjálfstæðisflokkinn og bætir við að það sé einnig góð leið til að minnka flokk að halda áfram óskiljanlegri umræðu um fullveldi á sama plani og var 1918.

„Hvernig má það vera að flokkur, sem var með 40% kjörfylgi, telur það ásættanlegt að fá 25% kjörfylgi?“ spyr hann og víkur síðan að fjármálahruninu sem varð á vakt Sjálfstæðisflokksins og bendir á að unnið hafi verið úr því á vakt Sjálfstæðisflokksins.

Hann víkur síðan að formanni flokksins og segir að endingartími þeirra hafi verið 10 ár og nýr leiðtogi hafi alltaf verið í augsýn, nema núna.

Því næst eru það framboðslistar flokksins sem verða umfjöllunarefni hans: „Lofa framboðslistar góðu? Sá er þetta ritar hefur lokið afskiptum af stjórnmálum. Því getur hann látið ýmislegt frá sér fara eftir að hafa spurt sig áleitinna spurninga. Fyrsta spurningin er sú hvort hin „lýðræðislega“ aðferð prófkjöra hafi skilað sigurstranglegum framboðslistum? Horfandi á mál utan frá og spurt þá sem ekki eru innmúraðir, segja kjósendur: Þetta fólk höfðar ekki til mín! Þetta fólk hefur enga skírskotun til mín! Þetta fólk hefur orðið til í kosningamaskínunni inni í Sjálfstæðisflokknum! Engin skírskotun til almennra kjósenda! Það kann að vera að flokkurinn verði aftur að einhverju þegar búið er að taka allt frá honum! En maður sannprófar ekki það hvers virði maður er fyrr en þegar maður hefur látið hestinn sinn!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”