fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
Eyjan

Segir Íslendinga hafa brugðist fólki í kynlífsvinnu – „Ég vona að Ísland taki forystu í þessum málum“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 15:30

Oktavía Hrund Jónsdóttir Mynd/Píratar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var birt skýrsla á vegum Frontline Defenders (FLD) þar sem fjallað var um réttindi fólks í kynlífsvinnu. Niðurstaðan var sú að réttindin eru alþjóðleg mannréttindi og þeim er hættulega ábótavant.

Oktavía Hrund Jónsdóttir, frambjóðandi Pírata, segir að Íslendingar sem þjóð hafi gjörsamlega brugðist fólki í kynlífsvinnu á Íslandi. Hún ræðir þetta í pistli á Vísi í dag. 

„Við höfum byggt okkar stefnu á siðaboðum, ekki á staðreyndum eða forsendum fólks í kynlífsvinnu. Ég hef í hátt í tvo áratugi barist fyrir mannréttindum. Mikilvægasta lexían sem ég hef lært er að það er ekki hægt að berjast einungis fyrir þeim réttindum sem eru þægileg, sem flest eru sammála um eða sem bara snerta okkur sjálf. Til þess að tryggja að réttindi þeirra sem vinna kynlífsvinnu séu raunverulega til staðar þarf að setja þeirra eigin forsendur í forgang,“ segir Oktavía og bætir við að skýrslan taki á þáttum sem eru áskoranir á Íslandi rétt eins og annarsstaðar.

Hún nefnir afglæpavæðingu kynlífsvinnu, réttaröryggi fólks í kynlífsvinnu, aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu og úrræði fyrir fólk í kynlífsvinnu meðal annars sem dæmi.

„Ennfremur er lögreglan áhyggjuefni hvað varðar öryggi og réttarstöðu fólks í kynlífsvinnu og lagt til að ríki skuldbindi sig opinberlega til að framfylgja strangari siðareglum og bjóða upp á þjálfun fyrir lögreglu undir forystu fólks í kynlífsvinnu. Skýrslan nefnir að koma þurfi upp sértækum, óháðum úrræðum sem taki að sér kvartanir og rannsóknir á brotum gegn fólki í kynlífsvinnu, úrræði þar sem öryggi og nafnleynd þeirra sem nýta sér þau eru tryggð,“ segir Oktavía.

Hún segir að afglæpavæðing kynlífsvinnu í raun og netheimum sé fyrsta skrefið. Það sé hægt að gera það á hátt sem tryggir vernd þeirra sem starfa á því sviði. Hún nefnir fleiri aðgerðir:

  • Funda á landsvísu með fólki í kynlífsvinnu og taka tillit til sérstakra þarfa þeirra. Eins og bent er á þarf vitundarvakningu í málflutningi stjórnvalda, stuðning við aðgang fólks í kynlífsvinnu að ríkisstofnunum og að veita neyðar- eða verkefnastyrk til verndarþarfar, svo sem öruggra flutninga, læknis- og dómsmálagjalda og öruggt fundarrými;
  • Tryggja neyðarfjármögnun – þar með talið til kjarnastarfsemi sem á sér stað í Covid-19.
  • Tryggja jafnan aðgang fólks í kynlífsvinnu að sjóðum og styrkjum
  • Tryggja að fjármögnun sem varðar fólk í kynlífsvinnu sé úthlutað í samstarfi við það og félagasamtök sem berjast fyrir réttindum þess.

„Ég vona að Ísland taki forystu í þessum málum, að við brjótum staðal feðraveldisins og komum fram við fólk af virðingu og á þeirra forsendum með því að afglæpavæða kynlífsvinnu og betrumbæta réttindi og réttarumhverfi þeirra sem vinna þessa vinnu. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklings er grunngildi samfélagsins og tilraunir til að hafa vit fyrir fólki heldur iðulega jaðarsettu fólki á jaðrinum þrátt fyrir aðrar fyrirætlanir,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framboð Harris hvetur stuðningsmenn til að halda ró sinni – „Okkur líður ágætlega með það sem við sjáum“

Framboð Harris hvetur stuðningsmenn til að halda ró sinni – „Okkur líður ágætlega með það sem við sjáum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Niðurstaðan ljós í 37 ríkjum – Trump hafði betur í 24

Niðurstaðan ljós í 37 ríkjum – Trump hafði betur í 24
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?

Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans