fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Jakob og Helgi hafna því að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins – „Þetta er heiladauð klisja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 15:00

Frá vinstri: Helgi Hrafn Guðmundsson, Jakob Bjarnar Grétarsson og Kjartan Valgarðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Valgarðsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, ritaði á dögunum grein á Vísir.is þar sem hann brýndi fyrir kjósendum að Samfylkingin legði þunga áherslu á bætt kjör fjölskyldufólks. Kjartan segir meðal annars:

„Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin.“

Þá segir ennfremur:

„Samfylkingin leggur m.a. áherslu á kjör fjölskyldna í komandi kosningabaráttu. Stefna okkar jafnaðarmanna er samhljóða stefnu ASÍ, við berjumst fyrir að fjölskyldur beri meir út býtum, að skattkerfið taki tillit til mismunandi framfærslubyrði með afnámi tekjuskerðinga í barnabótakerfinu og að þær verði greiddar út mánaðarlega.“

Þessi fjölskylduáhersla fellur ekki alls staðar í kramið þar sem greinin er tekin til umræðu og þeir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísir.is, blása á það viðhorf að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins. Jakob bendir á að fjölskyldufólk sé ekki sá hópur sem hafi það verst í samfélaginu:

„Þetta er heiladauð klisja. Sannleikurinn er sá að þeir sem hafa það allra lakast í þessu samfélagi eru einstæðingar. Þeir þurfa einir að rísa undir td húsnæðiskostnaði sem vegur þyngst þegar útgjöld „fjölskyldueininga“ er annars vegar. Og ýmislegt annað mætti nefna. Ég skil ekki af hverju þetta er tabú að ræða meðal stjórnmálamanna, af hverju það er alltaf „fjölskyldan“ þetta og hitt.“

„Spila á tilfinningar fólks gagnvart fjölskyldum sínum“

Helgi Hrafn segir rangt að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins, einstaklingar séu hornsteinar samfélagsins og fjölskyldur séu samansöfn af slíkum hornsteinum. Hrafn gefur í skyn að sífelldar fjölskylduáherslur í kosningaráróðri séu til að spila á tilfinningar fólks. Hann hafi sömu viðhorf til þessa málflutnings núna eftir að hann var fjölskyldumaður og hann hafði þegar hann var einhleypur:

„Einu sinni var ég einstæður og barnlaus. Þá skildi ég ekkert í því hvað átti að þykja pólitískt jákvætt við það að tala vel um fjölskyldur, nema til að spila á tilfinningar fólks gagnvart fjölskyldum sínum.

Núna er ég giftur og með barn. Enn skil ég ekkert í því hvað á að þykja pólitískt jákvætt við að tala vel um fjölskyldur, nema til að spila á tilfinningar fólks gagnvart fjölskyldum sínum.“

Hrafn vill meina að í pólitískum áróðri sé ríkjandi fjölskyldudýrkun og reynt sé að ná atkvæðum fólks með því að spila á tilfinningar þess gagnvart börnum sínum:

„Það er gott og blessað að yfirvöld tryggi vel réttindi barnanna minna, og sömuleiðis að samningsfrelsi mitt og maka míns gagnvart hvoru öðru sé virt, og að það sé eitthvað gert ráð fyrir þeim skuldbindingum okkar þegar kemur að réttindum okkar og skyldum (t.d. hvað varðar erfðir og fleira). En þegar það er talað um fjölskylduna sem einhvern „hornstein samfélagsins“, eins og hún er stundum kölluð, þá sorrí, sama hversu vænt manni þykir um fjölskylduna sína, þá er það bara ekki rétt. Einstaklingar eru hornsteinar samfélagsins og fjölskyldur eru samansöfn af slíkum hornsteinum. Þessi fjölskyldudýrkun er í reynd bara dýrkun á ákveðnum, hefðbundnum lífsstíl sem kemur pólitík sáralítið við, ef nokkuð. Það er ekkert að þeim lífsstíl, né því að njóta hans í botn, en það þýðir ekki að hann sé eitthvað meiri hornsteinn en lífsstíll einhvers annars, sem einhver annar nýtur í botn.

Mér finnst svolítið eins og það sé verið að tala við mig eins og barn þegar reynt er að öðlast atkvæði mitt með því að spila á persónulega tilfinningar mínar gagnvart einstaklingunum í lífi mínu. Eins og maður viti ekki hvers virði fjölskylda manns sé. Eða eins og að sú væntumþykja réttlæti einhver sérstök forréttindi handa manni. Af hverju?“

Helgi segir enn fremur að fjölskyldan sé margbrotið hugtak nema í mjög einsleitum samfélögum. Sumar fjölskyldur séu ekki blóðskyldar og aðrar fjölskyldur búi ekki saman. Ótækt sé að gera einni fjölskyldugerð hærra undir höfði en annarri:

„Allt þetta er síðan burtséð frá því að „fjölskyldan“ er ekkert svo skýrt hugtak, nema í mjög einsleitum samfélögum. Fjölskyldur eru alls konar. Sumar fjölskyldur eru ekkert blóðskyldar. Sumar búa ekki saman. Þær fjölskyldur eru ekkert minna virði en hinar, en það er reyndar ekkert heldur eitthvað mikilvægara að stjórnmálamenn lýsi yfir sérstakri velþóknun á þeim. Kemur þeim reyndar bara ekkert við, nema að því marki að það er þeirra djobb að tryggja að fólk missi ekki af réttindum við það eitt að lifa óhefðbundnum lífsstíl eða sjaldgæfu fjölskyldumynstri. Sögulega er fátt sem íslenskir stjórnmálamenn hafa klúðrað jafn royally og nákvæmlega því, heldur lenda fjölskyldur í brjáluðum vandræðum með ótrúlegustu hluti ef lífsstíllinn eða fjölskyldumynstrið er á nokkurn einasta hátt út fyrir það sem stjórnmálamenn hafa góðfúslega gefið blessun sína.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“