fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Aðalheiður hvetur landsmenn til að elska ferðamenn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 09:00

Aðalheiður Ámundadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og niðurstaða nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið sýna þá eru aðeins tæplega 20% landsmanna ánægð með að ferðamönnum sé farið að fjölga hér á landi á nýjan leik. 30% eru frekar ánægð með þetta en samanlagt þýðir þetta að um helmingur þjóðarinnar fagnar upprisu ferðaþjónustunnar.

Niðurstöðurnar eru umfjöllunarefni Aðalheiðar Ámundadóttur, fréttastjóra Fréttablaðsins, í pistli í blaðinu í dag en hann ber fyrirsögnina „Elskum túrista“. Hún segir það koma á óvart að ánægjan með ferðamenn sé ekki meiri en niðurstöður könnunarinnar sýna og bendir á að ferðamenn færi okkur meira en gjaldeyristekjur. „Tugir þúsunda Íslendinga starfa við ferðaþjónustu og fjöldi þeirra allan ársins hring. Án ferðaþjónustunnar væri varla um auðugan garð að gresja fyrir allt unga fólkið yfir sumartímann. En ferðamennirnir færa okkur fleira en störf og tekjur, því með komu sinni auka þeir lífsgæði okkar á ótrúlega fjölbreyttan hátt,“ segir Aðalheiður.

Hún bendir á að í miðborginni og í miðbæjum flestra betri kaupstaða landsins sé nú að finna auðugt mannlíf og blómlegan rekstur veitingahúsa sem færi landsmönnum það besta frá öllum heimshornum. „Þetta fundum við flest þegar við ferðuðumst öll innanlands í fyrrasumar og sáum með eigin augum, þrátt fyrir faraldurinn, hvernig landið hefur risið. Við njótum nú ekki aðeins fjölbreytni á pari við helstu heimsborgir í miðborg okkar litlu Reykjavíkur, heldur getum við líka fundið gistingu, afþreyingu og fjölbreyttar veitingar í flestum smáþorpum og sveitum landsins,“ segir hún.

Hún bendir einnig á að fjölgun ferðamanna hafi haft jákvæð áhrif á ferðavenjur okkar Íslendinga. Nú getum við rekið tvö flugfélög sem geri okkur kleift að fljúga til útlanda á betri jörum en fyrir nokkrum áratugum. Að auki fljúgi mörg erlend flugfélög til og frá landinu.

Hún segir einnig að Airbnb og sambærileg fyrirtæki hafi gert okkur kleift að finna gistingu erlendis á hagstæðara verði en áður og margar fjölskyldur hafi lært að bjóða erlendum ferðamönnum gistingu í húsnæði sínu til að geta sjálfar haft efni á að ferðast til áfangastaða erlendis. „Hatur á þeim fjölskyldum sem drýgja tekjurnar með útleigu til erlendra ferðamanna er álíka óskiljanlegt og hatur á erlendum ferðamönnum. Það er rannsóknarefni hve margar fjölskyldur björguðu sér frá gjaldþroti í kjölfar efnahagshrunsins með útleigu á herbergi, bílskúr eða öðrum vistarverum sem sjá mátti af, til ferðamanna. Slíkum tækifærum ber að fagna en hvorki fordæma né skattpína,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund