Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að Vinstri græn og Samfylkingin njóti stuðnings 9% starfsfólks í einkageiranum.
Þegar kemur að opinbera geiranum styðja 18% starfsmanna Sjálfstæðisflokkinn, 17% Samfylkinguna, 16% Pírata og Vinstri græn. 11% styðja Vinstri græn og 10% Framsóknarflokkinn.
Könnunin var send á könnunarhóp Prósents en í honum voru 2.600 manns, 18 ára og eldri. Svörin voru vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfallið var 52%.