fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Frægt fólk í framboði – Ólympíuverðlaun og tónlistarmenn

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 24. júlí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í þingkosningar og hafa flokkarnir keppst við að halda prófkjör og gefa út framboðslista sína undanfarið. Mörg kunnugleg andlit má þar finna, en þó ekki öll úr pólitíkinni.

Það má til dæmis finna þó nokkra sem hafa ekki endilega verið þekktir sem pólitíkusar í gegnum tíðina, þó svo að einhverjir þeirra kunna að hafa haft frá mörgu að segja í gegnum tíðina. DV tók saman nokkra fræga sem verða á kjörseðlum Íslendinga í haust.

Brynja Dan Gunnarsdóttir

Það kom líklegast mörgum á óvart þegar Brynja Dan var í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi þingkosningar. Hún er þekkt meðal annars sem stofnandi Extraloppunnar og var hún einnig viðfangsefni eins þáttar af Leitin af upprunanum á Stöð 2.

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra leiðir listann en flokkurinn fékk enga þingmenn í kjördæminu í seinustu kosningum. Þá bauð Ásmundur sig fram í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum nær flokkurinn ekki inn þingmanni í kjördæminu, en takist Ásmundi og Brynju hið ótrúlega, að tryggja Framsóknarflokkinum þingmann í Reykjavík norður, verður Brynja varaþingmaður hans og allar líkur á að hún tæki sæti tímabundið í fjarveru Ásmundar.

Aðsend mynd.

Sigmar Guðmundsson

Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson skipar 2. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi en hann starfaði áður hjá RÚV. Hann sagði upp störfum þar áður en hann tilkynnti framboðið.

Hann ætti að kannast við marga þingmenn enda búinn að taka viðtal við þá flesta í Kastljósi og í fleiri þáttum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leiðir listann en flokkurinn fékk tvo þingmenn í kjördæminu í seinustu Alþingiskosningum.

Sigmar Guðmundsson Mynd/Aðsend

Sverre Jakobsson

Sverre Jakobsson gerði garðinn frægan með íslenska landsliðinu í handbolta en hann vann meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Hann stóð oft í vörninni með Sigfúsi Sigurðssyni sem fór í fiskverslunarbransann en hann rekur verslunina Fiskbúð Fúsa.

Sverre mun skipa 12. sæti hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Hann hefur einnig verið að þjálfa handbolta á Akureyri.

Sverre sést hér fyrir miðju Mynd/Vilhelm

Unnur Eggertsdóttir

Unnur Eggertsdóttir skipar 15. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Unnur hefur verið vinsæl leikkona um árabil og muna margir eftir henni í hlutverki Sollu Stirðu. Hún tók þótt í Söngvakeppninni árið 2013 með laginu Ég syng! en náði ekki settum árangri.

Hún hefur verið búsett í Los Angeles seinustu ár þar sem hún vinnur að framgangi leiklistarferils síns.

Unnur Eggertsdóttir Mynd/Instagram

Arnar Ingi Ingason

Arnar Ingi hefur verið vinsæll tónlistarmaður í mörg ár en hann framleiðir tónlist fyrir marga af fremstu söngvurum og rappurum landsins. Hann gengur undir nafninu Young Nazareth og er meðal annars maðurinn á bakvið smellinn „Bassi Maraj“ með Bassa Maraj.

Hann skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Arnar Ingi Ingason Mynd/Andri Marinó

Ragnar Kjartansson

Ragnar Kjartansson, einnig þekktur sem Rassi Prump, skipar 9. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Hann var á sínum tíma meðlimur hljómsveitarinnar Trabant og var valinn Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016.

Ragnar er þekktur um allan heim og eru verk hans afar vinsæl. Breska blaðið The Guardian valdi verk hans „The Visitors“ sem besta listaverk 21. aldarinnar.

Ragnar Kjartansson Mynd/Sigtryggur Ari

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir hefur verið tíður gestur á skjám landsmanna en hún er einn af þáttarstjórnendum Með okkar augum á RÚV. Hún er með diplomapróf frá HÍ og er Edduverðlaunahafi ásamt teyminu í Með okkar augum.

Hún skipar 21. sæti lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir Mynd/Stefán

Grímur Hákonarson

Grímur er þekktur leikstjóri en hann leikstýrði meðal annars verðlaunamyndinni Hrútar sem kom út árið 2015. Grímur skipar 20. sæti Vinstri grænna í Reykjavík suður fyrir komandi kosningar.

Grímur Hákonarson leikstjóri Mynd/Anton Brink

Hallgrímur Helgason

Hallgrímur Helgason er einhver ástsælasti rithöfundur lands og þjóðar. Bíómyndir hafa verið gerðar úr bókum hans og hefur hann unnið til fjölda verðlauna. Hann skipar 12. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.

Hallgrímur Helgason

Birgir Þórarinsson er alnafni þingmanns Miðflokksins en hann er einnig þekktur sem Biggi veira. Hann er einn meðlima GusGus og ætlar sér að skipa 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.

Ljósmynd: DV/Hanna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar