fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Katrín segir að meta þurfi stöðuna vegna kórónuveirufaraldursins upp á nýtt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 08:55

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa skilning á því að fólk hafi þörf á að fá skýr svör um hvað er fram undan í baráttunni við kórónuveiruna en mikilvægt sé að stjórnvöld fái andrými til að meta stöðuna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Ríkisstjórnin hefur ekki fengið nýjar tillögur um aðgerðir enn sem komið er, aðrar en þær sem voru ákveðnar á mánudaginn, en ráðherrarnir eru í daglegum samskiptum við sóttvarnayfirvöld.

„Ég held að fólk skilji mjög vel að það eru engin endanleg svör í þessum faraldri. En við erum auðvitað ekki á sama stað og við vorum í upphafi þriðju bylgju, þess vegna er ekki hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka,“ er haft eftir Katrínu sem vísaði til að búið sé að bólusetja hátt hlutfall þjóðarinnar og þannig sé staða Íslendinga ólík þeirri stöðu sem flest önnur ríki búa við.

„Við erum þannig að reyna það sem þjóð hvernig bóluefnin virka, en það fylgir því að vera fremstur í röðinni að enginn annar hefur neina forskrift fyrir okkur. Við þurfum sjálf að vega og meta stöðuna sem er það sem okkar góða vísindafólk er að gera,“ sagði hún einnig.

Hún sagði að fylgst sé með öðrum þjóðum þar sem bólusetningar hafa gengið vel og hvaða aðgerða þær grípa til og hvernig þær ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“