fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Rússar vilja ekki fá Þórhildi Sunnu í heimsókn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 08:00

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður Þingflokks Pírata

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vyacheslav Volodin, forseti rússneska þjóðþingsins, Dúmunnar, vill ekki fá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, varaformann þingflokks Pírata, til landsins. Hann hefur rætt málið við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ástæðan fyrir þessu sé nýsamþykkt skýrsla Þórhildar Sunnu, sem er formaður Íslandsdeildar Evrópuþingráðsins,  um stöðu Krímtatara og alvarleg mannréttindabrot á Krímskaga. Þórhildur flutti framsögu um skýrsluna á þingi Evrópuráðsins þann 23. júní. Í henni er lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Krímtatara og samþykkti þingið skýrslu Þórhildar.

Evrópuþingsráðið fer fram á rannsókn á „meintum morðum, mannránum, pyntingum og annarri ómannúðlegri meðferð sem Krímtatarar hafa mátt sæta“ og að flutningur fanga frá Krímskaga til Rússlands verði stöðvaður og að þeim sem hafa verið fundnir sekir um brot á rússneskum lögum á Krímskaga verði sleppt úr haldi og eru samviskufangar þar meðtaldir.

Einnig krefst Evrópuþingið þess að Rússar bindi enda á hernám sitt á Krímskaga og tryggi réttindi tatara sem búa þar.

Fréttablaðið segir að Interfax fréttastofan hafi eftir Volodin að Dúman hafi fullan rétt til að banna Þórhildi Sunnu að koma til landsins vegna skýrslunnar sem sé byggð á fölskum upplýsingum.

Haft er eftir Þórhildi Sunnu að efnisleg gagnrýni Volodin á skýrsluna sé beinlínis röng. Hún sagði að það muni koma í ljós hvort eitthvað verði úr því sem Volodin segir en rússneskir fulltrúar hafi áður hótað að banna henni að koma til landsins. Þá var það vegna annarrar skýrslu um pólitíska fanga í Rússlandi.

Hún sagðist ekki útiloka Rússlandsferð í náinni framtíð þar sem það sé eðlilegur hluti af umboði hennar sem sérstaks skýrslugjafa um pólitíska fanga í Rússlandi. „Þeim ber skylda til að hleypa mér inn í landið þegar ég óska eftir því, ef nefndin mín samþykkir það,“ sagði hún.

Á vef Alþingis kemur fram að Volodin hafi rætt mál Þórhildar Sunnu við Steingrím J. Sigfússon, forseta alþingis. Í svari Steingríms til Volodin segir hann að rétt sé að beina athugasemdum til Evrópuráðsþingsins en ekki til skýrsluhöfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð