fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Eyjan

Skiptar skoðanir um hertar aðgerðir á landamærum – „Í hvaða sirkus er ég eiginlega staddur?“ – „Róum okkur aðeins, við erum bara að gera eins og margir aðrir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. júlí 2021 18:03

Samsett mynd. Frá vinstri: Þórólfur, Margrét Gauja, Jóhannes Þór og Áslaug Arna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun heilbrigðisráðherra að herða sóttvarnatakmarkanir á landamærum gegn mikillar fjölgunar Covid-smita undanfarið hefur fengið misjöfn viðbrögð. Frá og með 26. júlí þurfa allir bólusettir einstaklingar eða þeir sem eru með staðfesta fyrri Covid-sýkingu að framvísa neikvæðu PCR-prófi, þ.e. gagni sem sannar að viðkomandi sé ekki smitaður af Covid-19. Þannig þurfa til dæmis íslenskir ferðamenn á erlendri grundu að verða sér úti um slíkt próf áður en þeir halda heim á leið. Það sama gildir um erlenda ferðamenn sem hingað koma.

Sjá nánar á vef heilbrigðisráðuneytisins

Viðrögð ferðaþjónustunnar eru mjög hörð en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, spyr í hvaða sirkus hann sé staddur, en honum farast svo orð í Facebook-færslu:

„Sóttvarnarlæknir hefur sagt að smitin þessa dagana séu rakin til Íslendinga sem komi með veiruna heim að utan.

 Ríkisstjórnin ákvað því áðan að setja auknar kröfur á bólusetta erlenda ferðamenn (þá eina Evrópulandið sem gerir það). En engar auknar kröfur eru settar á Íslendinga á heimleið frá utlöndum. Fyrirgefið, en í hvaða sirkus er ég eiginlega staddur?“

Jóhannesi er bent á að þetta sé ekki réttur skilningur hans á breytingunni, það sama gangi yfir Íslendinga á heimleið og erlenda ferðamenn, en því svarar hann þannig:

„Jú, en hvað gerist þegar Íslendingur mætir í tékk-inn án prófs? Það má ekki meina honum að koma heim til sín, ekki satt?

Og hver er þá praktíkin í málinu?“

Það vegur nokkuð upp á móti þessum íþyngjandi aðgerðum að hraðpróf sem nú eru í boði á flestum alþjóðaflugvöllum verða tekin gild.

„Róum okkur aðeins“

Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem hefur mikið starfað við ferðaþjónustu, hefur allt aðra afstöðu en Jóhannes Þór. Hún bendir á að Bandaríkjamenn búi nú þegar við takmarkanir sem þessar og það hamli ekki áhuga á þeirra á að ferðast til Íslands:

„Í dag er fullt fullt fullt af ferðafólki frá USA á Íslandi. Sem er geggjað.

Áður en þau halda aftur til USA þurfa þau að sýna fram á neikvætt PCR próf og fara í test á Suðurlandsbrautinni 1-2 dögum fyrir brottför og finnst það ekkert mál.

Róum okkur aðeins, við erum bara að gera eins og margir aðrir. Það munu fáir hætta við að koma í heimsókn, bara útaf þessu. Telst sjálfsagt mál.

Allavegana hefur þetta ekki stoppað alla þessa Bandaríkjamenn ad koma til Íslands síðustu 2 mánuði.“

Ráðherrar slakir

Það er mat forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, að aðgerðirnar séu vægar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur hins vegar að ekki hafi verið þörf á þeim. Hún leggst samt ekki gegn þeim. Þetta kemur í frétt RÚV.

„Á meðan við sjáum að innlögnum sé ekki að fjölga með því, að alvarleg veikindi séu ekki  að fylgja því, og bólusetningin sé að varna því að þá myndi ég ekki telja þörf á slíku,“ svarar Áslaug þeirri spurningu hvort ekki hafi verið ástæða til að grípa til aðgerða á landamærlum vegna fjölgunar smita.

Áslaug bendir á að sú ákvörðun að leyfa hraðpróf einfaldi ferlið því hægt sé að fá prófin á flestum flugvöllum.  „En ég auðvitað bind vonir við það að við getum fljótt snúið aftur í þann veruleika, eins og önnur lönd, að opna hér þegar við erum búin að ná þessu mikla bólusetningarhlutfalli. Íslendingar hafa verið duglegir að mæta í bólusetningu og við treystum bólusetningunni þannig að við leyfum fólki að ferðast án auka takmarkana sem fyrst aftur með bólusetningarvottorð,“ segir Áslaug.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Eyjan
Í gær

Elliði segir þessa frambjóðendur þá skemmtilegustu – „Kunna þá list að vera mannleg, létt og skemmtileg án þess að verða kjánaleg“

Elliði segir þessa frambjóðendur þá skemmtilegustu – „Kunna þá list að vera mannleg, létt og skemmtileg án þess að verða kjánaleg“
Eyjan
Í gær

Vandræðaleg uppákoma á kosningafundi Trump – Stóð þögull á sviðinu í 20 mínútur

Vandræðaleg uppákoma á kosningafundi Trump – Stóð þögull á sviðinu í 20 mínútur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Slagur hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi – Samherjatengsl nefnd til sögunnar

Orðið á götunni: Slagur hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi – Samherjatengsl nefnd til sögunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jakob Frímann: Stutt í ásakanir um rasisma ef fólk bendir á staðreyndir varðandi ástandið á landamærunum

Jakob Frímann: Stutt í ásakanir um rasisma ef fólk bendir á staðreyndir varðandi ástandið á landamærunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arna Lára vill leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára vill leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Blóðbað í Sjálfstæðisflokknum – níu af sautján þingmönnum fallnir eða í fallhættu

Orðið á götunni: Blóðbað í Sjálfstæðisflokknum – níu af sautján þingmönnum fallnir eða í fallhættu