fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Seðlabankastjóri segir lækkun hámarksveðsetningarhlutfalls eiga að koma í veg fyrir bólumyndun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 09:23

Ásgeir Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda í 80% en það var 85%. Þeir sem kaupa í fyrsta sinn geta hins vegar áfram nýtt sér 90% veðhlutfall. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að þessi lækkun sé forvarnaraðgerð sem eigi að koma í veg fyrir bólumyndun þar sem kaupendur reikni með að fasteignamarkaðurinn búi til eigið fé úr engu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Fasteignaverð hefur hækkað töluvert en það má segja að hækkunin sé í samræmi við þær aðstæður sem eru til staðar. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa hækkað í kófinu, eiginfjárstaða þeirra er góð og vextir eru mun lægri en áður hefur verið. Við erum að setja takmarkanir til þess að hækkunarfasinn verði ekki að bólu,“ sagði Ásgeir sem sagði þessa lækkun veðsetningarhlutfalls ekki vera hamlandi miðað við núverandi stöðu. Ekki sé ætlunin að hindra eðlileg viðskipti á fasteignamarkaði, heldur sé hér um forvarnaraðgerð að ræða.

Hann benti á að aðgerð af þessu tagi hefði getað komið í veg fyrir fasteignabóluna sem blés út hér á landi eftir 2003. Það sé mikilvægt að grípa til aðgerða áður en það sé of seint. „Við erum að setja girðingu til þess að koma í veg fyrir ástand þar sem fasteignakaupendur gera ráð fyrir að markaðurinn búi til eigið fé úr engu. Það er mikilvægt að fasteignamarkaðurinn þjóni fyrst og fremst almenningi, en ekki spákaupmönnum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka