fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

120 milljarða tekjuaukning á milli ára – Spáir að 800 þúsund ferðamenn komi til landsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbankinn telur að erlendum ferðamönnum fjölgi um 67% á þessu ári miðað við síðasta ár. Gerir bankinn ráð fyrir að tekjur af ferðaþjónustu aukist um 120 milljarða á árinu, meðal annars vegna lengri dvalartíma ferðamanna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að samkvæmt nýrri spá bankans sé reiknað með 800 þúsund ferðamönnum til landsins á árinu en þjóðhagsspá hans, sem var gefin út í október á síðasta ári, spáði hann því að þeir yrðu um 600 þúsund.

Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar voru 117 milljarðar á síðasta ári en Landsbankinn spáir því að þær verði 236 milljarðar á þessu ári. Haft er eftir Gústaf Steingrímssyni, hagfræðingi hjá Landsbankanum, að ef ferðamennirnir verða 650 þúsund en ekki 800 þúsund verði tekjurnar 41 milljarði lægri. „Það er auðvitað erfitt að spá nákvæmlega um þetta, en við teljum að gosið í Geldingadölum hafi töluverð áhrif. Gosið hefur minnt erlenda ferðalanga rækilega á Ísland sem áfangastað og við teljum að það verði töluverð umferð af fólki sem vill koma og sjá gosið á meðan það varir. Þetta er meginástæða þess að við hækkuðum spá okkar upp í 800 þúsund,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?