Hann segir orkufyrirtækin hafi ekki fjárfest nægilega mikið í iðnaðinum því þau hafi notað of mikið af peningum til að kaupa eigin hlutabréf og greiða hluthöfum arð. Hann telur að olíuskorts muni gæta strax á síðari árshelmingi ársins.
Rússar eru mjög háðir tekjum af sölu á olíu og gasi. Þeir hafa lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en standa öðrum þjóðum langt að baki hvað varðar nýtingu orkugjafa á borð við sól, vind og vetni. Ríkisstjórnin því innleitt hagstætt skattaumhverfi og ríkisstyrki fyrir fyrirtæki sem vinna að þróun umhverfisvænna orkugjafa. Þetta segir Setjin að muni valda álagi á ríkisútgjöld og gera að verkum að endurnýtanleg orka verði dýr.