fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Batnandi horfur – Spá meiri hagvexti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vor gerði Greining Íslandsbanka ráð fyrir 2,7% hagvexti á árinu og hóflegum vexti í neyslu og fjárfestingu. Nú er útlitið bjartara og segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans, að hagvöxturinn geti orðið rúmlega 3%.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Jóni Bjarka sem sagði að þegar einkaneysla vaxi segi það fljótt til sín en hún hefur vaxið hraðar en bankinn gerði ráð fyrir. Hann vísaði þar meðal annar til þess að væntingavísitala Gallup er í hæstu hæðum.

Morgunblaðið hefur eftir Yngva Harðarsyni, hagfræðingi og framkvæmdastjóra Analytica, að útlit sé fyrir 3,5-3,7% hagvöxt í ár. En fyrirtækið spáði 2,5-3% hagvexti í vor. Vísað er til batamerkja í einkaneyslu.

Samtök iðnaðarins hafa ekki gert hagspá sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur þeirra, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að kröftug merki um viðsnúning í hagkerfinu væru uppi, þar með talið í iðnaðinum. Hann sagðist reikna með að síðari helmingur ársins verði mjög góður og að vöxturinn verði mikill miðað við síðasta ár. Síðasta ár var hins vegar ár samdráttar og enn er nokkuð í land með að ná sömu landsframleiðslu og var fyrir heimsfaraldurinn og niðursveifluna sem honum fylgdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni