fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Eyjan

Áslaug rukkaði lögreglustjóra um afsökunarbeiðni eftir Ásmundarsals-tilkynninguna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 29. júní 2021 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, spurði Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjórann á Höfuðborgarsvæðinu hvort ekki væri von á afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu lögreglu sem send var fjölmiðlum á aðfangadag. Þetta kemur fram hjá RÚV. 

Líkt og flestir muna vakti það athygli á aðfangadag þegar greind var frá því að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði verið viðstaddur sýningu í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu þar sem sóttvarnir voru ekki virtar.

Þessar upplýsingar fengu fjölmiðlar þar sem í dagbókarfærslu lögreglu þar sem kom fram að lögreglan hefði stöðvað  gleðskap í Ásmundarsal, og að þar hefðu verið 40-50 manns, fáir með grímur og 2ja metra reglan virt að vettugi. Þá hefðu viðstaddir kvaðst með faðmlögum og kossum eftir að lögregla sleit partýinu og einn líkt lögreglu við nasista á útleið. Eins var tekið fram að hæstvirtur ráðherra hafi verið meðal gesta, þó ekki væri tilgreint hvaða ráðherra ætti þar í hlut en fjölmiðlar beittu útilokunaraðferðinni og fundu fljótt út að um Bjarna var að ræða.

Það vakti svo aftur athygli þegar í febrúar var greint frá því að Áslaug Arna hafi í tvígang rætt við Höllu lögreglustjóra á aðfangadag um tilkynninguna. Ekki hefur þó áður komið fram hvað um var rætt í téðum símtölum annað en að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögreglunnar og hvernig að henni var staðið umrætt sinn.

Um símtölin var rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars en trúnaður ríkir um það sem fram fer á þeim fundi. Því hefur ekki áður komið fram hvað Áslaug sagði á fundinum, þar til nú. En RÚV greinir frá því að Áslaug hafi spurt Höllu Bergþóru hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslunni.

Áslaug hefur áður sagt að henni hafi þótt tilkynning lögreglu sérstök en tók fram að hún hafi ekki látið upp þá skoðun sína í símtölunum við Höllu. Hins vegar má telja að nokkur afstaða felist í þeirri spurningu að falast eftir afsökunarbeiðni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn missir herbergið

Sjálfstæðisflokkurinn missir herbergið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvert er Thomas minn Möller nú að fara? – tímasetningar sem stilla þarf af

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvert er Thomas minn Möller nú að fara? – tímasetningar sem stilla þarf af