fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 09:00

Húsnæði Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði. Mynd:Hafrannsóknarstofnun/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafrannsóknarstofnun leggur til að heildarafli þorsks fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 lækki um 13% frá síðustu ráðgjöf. Ef ekki væri fyrir jöfnunarákvæði í aflareglu myndi lækkunin nema 27%. Nettótap þjóðarbúsins gæti orðið um 12 milljarðar vegna þessa.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji haga veiðum í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar þrátt fyrir áætlað tekjutap.

Morgunblaðið segir að ef Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ákveði að fylgja ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar megi reikna með að tap í útflutningsverðmætum geti orðið um 17 milljarðar miðað við markaðsverð síðasta árs. Einnig er lagt til að dregið verði úr veiðum á karfa og gæti það þýtt tekjutap upp á þrjá milljarða. Á móti er lagt til að meira verið veitt af síld, grálúðu og ýsu og vegur það á móti. Heildartekjutap þjóðarbúsins gæti því orðið um 12 milljarðar króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar