Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, er á leið í tímabundið veikindaleyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu menntamálaráðuneytisins.
Lilja hefur gegnt embættinu frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við haustið 2017.
Í tilkynningunni segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, muni gegn störfum mennta- og menningarmálaráðherra til og með 28. júní.
Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort Lilja hyggist snúa til baka þá, eða hvort annar ráðherra taki þá við menntamálaráðuneytinu.