fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Enn hækkar fasteignamat – Mesta hækkunin í Bolungarvík

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 09:00

Þjóðskrá Íslands er til húsa í Borgartúni 21.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár þá hækkar fasteignamat um 7,9% á milli ára fyrir árið 2022. Sérbýli hækkar um 8,2% en fjölbýli um 7,7%. Mesta hækkunin er í Bolungarvík eða 30.7%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að á höfuðborgarsvæðinu sé almenn hækkun á íbúðarmati 8,9% en 5,2% á landsbyggðinni. Mest er hækkunin í Bolungarvík eða 30,7%, þar næst kemur Kjósarhreppur með 29,4% og þar á eftir Ísafjarðarbær með 23,6% hækkun.

Heildarmat fasteigna hækkar um 7,4% á milli ára og verður 10.340 milljarðar árið 2022. Á síðasta ári hækkaði fasteignamatið um 2,1% á landsvísu og því er hækkunin á milli ára umtalsverð.

Mesta hækkunin er á Vestfjörðum eða 16,3%. Í Skorradalshreppi lækkar það um 2,6%.

Fréttablaðið hefur eftir Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, að hækkunin sé nokkuð meiri heilt yfir landið en fyrir ári síðan og sé það í takt við þróun fasteignaverðs frá febrúar 2020 til febrúar 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra