fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Eyjan

Arnar Þór sagði sig úr Dómarafélaginu – Ósáttur við siðareglur félagsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 09:00

Arnar Þór Jónsson. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands. Ástæðan er ágreiningur um tjáningarfrelsi dómara og siðareglur félagsins sem hann er ósáttur við. Hann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í opinberri umræðu um Evrópumál.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Haustið 2019 var haldinn lokaður fundur á vettvangi Dómarafélagsins um tjáningarfrelsi dómara. Ég óskaði eftir því að þessi fundur yrði opinn og auglýstur enda var mér ljóst að fyrirhugað efni hans var tjáningarfrelsi mitt. Á fundinum var spjótum beint að mér og minni tjáningu og átti hann stóran þátt í því að ég kaus að segja mig úr félaginu,“ hefur Fréttablaðið eftir Arnari Þór.

Hann hefur verið gagnrýninn á siðareglur Dómarafélagsins, meðal annars um takmörkun á borgaralegum réttindum á borð við félagafrelsi. Í siðareglum Dómarafélagsins er mælt gegn þátttöku dómara í stjórnmálastarfi eða félögum þar sem leynd hvílir yfir siðareglum, félagatali eða starfsemi félags. Þetta kemur til dæmis í veg fyrir aðild dómara að félögum á borð við Frímúrararegluna. „Ítrekuð boð mín um að flytja erindi á vettvangi Dómstólasýslunnar og Dómarafélagsins um augljósa ágalla á siðareglum dómara hafa ekki verið þegin,“ er haft eftir Arnari sem sagðist jafnframt hafa skrifað fjölda greina í blöð og tímarit eftir að hann sagði sig úr Dómarafélaginu en hafi ekki fengið neinar efnislegar athugasemdir frá starfsbræðrum sínum í dómarastéttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist