fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Töluverð umferð um Keflavíkurflugvöll um helgina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 07:59

Leifsstöð. Ljósmynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina lentu hátt í þrjátíu farþegaflugvélar á Keflavíkurflugvelli og var þetta ein annasamasta helgin á vellinum frá upphafi heimsfaraldursins. Reiknað er með að allt að tuttugu flugfélög verði með starfsemi á vellinum í sumar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Arngrími Guðmundssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, að allt hafi gengið mjög vel en biðtíminn hjá farþegum hafi lengst til að komast í gegnum vottorðaskoðun og sýnatöku. „Það má segja að þetta hafi verið annasamasta helgi frá því faraldurinn byrjaði,“ er haft eftir honum.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isvaia, sagði mjög ánægjulegt að sjá þessa fjölgun farþega. Hann sagði bjartari tíma fram undan á vellinum og að spár geri ráð fyrir að allt að tuttugu flugfélög verði þar með starfsemi í sumar.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að sýnataka hafi gengið vel sem og skoðun á vottorðum. Búið sé að bæta við aðstöðuna á vellinum og verið sé að þjálfa nýtt starfsfólk. 17 afgreiðsluborð eru í komusalnum en þar eru vottorð lesin. Sýnataka fer fram í gámum úti á bílaplani og eru 24 básar fyrir sýnatöku þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”