fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Morgunblaðið hjólar í „systurflokkana“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 10:16

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það fór vel á því að for­menn syst­ur­flokk­anna Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar sam­einuðust á Alþingi í gær í tangarsókn gegn forsætisráðherra vegna sjáv­ar­út­vegs­ins.“

Svona hefst ritstjórnargrein í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. Ritstjórn Morgunblaðsins skýtur hart á Samfylkingu og Viðreisn í pistlinum og segir til að mynda að viðhorf þeirra gagnvart sjávarútveginum sé sérkennilegt og veki upp spurningar um erindi flokkanna í stjórnmálum.

„Sam­fylk­ing og Viðreisn láta fá tæki­færi ónýtt að veit­ast að þess­ari und­ir­stöðuat­vinnu­grein þjóðar­inn­ar og virðast kæt­ast sérstaklega lendi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í erfiðri umræðu. Það lýs­ir sér­kenni­legu viðhorfi til mik­il­vægr­ar at­vinnu­grein­ar og vek­ur spurning­ar – svo ekki sé fast­ar að orði kveðið – um er­indi þess­ara flokka í stjórn­mál­um.“

Þá er ritstjórn Morgunblaðsins ekki á því að hækka eigi veiðigjöldin. Sú afstaða kemur eflaust ekki mörgum á óvart þar sem Morgunblaðið er í eigu fjölmargra sjávarútvegsfyrirtækja. „Þau nema milljörðum króna á ári hverju, breyti­legt eft­ir af­komu, og þetta eru gjöld sem eng­in önn­ur at­vinnu­grein þarf að bera,“ segir í greininni.

„Og fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi er­lend­is greiða ekki held­ur slík­an auka­skatt, en ís­lensku fyr­ir­tæk­in þurfa að keppa við þau, jafn­vel erlend fyr­ir­tæki á rík­is­styrkj­um.“

Ritstjórnin segir „áróður“ Samfylkingar og Viðreisnar ganga út á að sjávarútvegurinn greiði út óhóflegan arð. „Það þykir lík­lega hljóma vel og lík­legt fyr­ir lýðskrum­ara í aðdrag­anda kosn­inga til að slá nokkr­ar keil­ur,“ segir í greininni.

„En staðreynd­in er sú að sjáv­ar­út­veg­ur­inn greiðir alls ekki meiri arð en fyr­ir­tæki al­mennt. Og lýðskrums­flokk­arn­ir vita ef­laust að arðsemi í sjáv­ar­út­vegi er minni en al­mennt meðal til dæm­is skráðra fyr­ir­tækja. En staðreynd­ir mega ekki þvæl­ast fyr­ir þegar kosn­ing­ar nálg­ast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni