fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Eyjan

Velferðarnefnd fékk gögn varðandi sóttkvíarhótelmálið afhent – Engin lögfræðileg greining

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 09:00

Farsóttarhús stjórnvalda. mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velferðarnefnd Alþingis fékk í gær afhent gögn sem lágu til grundvallar reglugerð um skylduvistun á sóttkvíarhóteli en héraðsdómur dæmdi hana ólögmæta fyrr í vikunni. Gögnin voru afhent án þess að þau væru bundin trúnaði en heilbrigðisráðherra fór fram á að gögnin færu ekki til fleiri en nefndarmanna þar sem í þeim væru samskipti embættismanna sem ráðherra vill síður að komi fyrir sjónir almennings.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum, sem hafa lesið gögnin, að ekki sé að sjá að hugur hafi verið leiddur að því að fullnægjandi lagastoð væri fyrir reglugerðinni eða að gætt væri að meðalhófsreglu fyrr en þann 29. mars en ríkisstjórnarfundur var haldinn daginn eftir. Segir blaðið að þá virðist lögfræðingur forsætisráðuneytisins hafa verið fenginn til að semja minnisblað til að svara athugasemdum og spurningum um þetta en þær höfðu komið fram í þjóðmálaumræðunni. Áður hafði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnt fullbúin drög að reglugerðinni í ríkisstjórn.

Morgunblaðið segir að svo virðist sem engin lögfræðileg greining hafi átt sér stað á vegum heilbrigðisráðuneytisins á meðan unnið var að gerð reglugerðarinnar. Hún tók samt sem áður gildi og byrjað var að framfylgja henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist