fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Aðalheiður segir samstöðuna í baráttunni við heimsfaraldurinn vera að bresta – Þörf á einlægu samtali við þjóðina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 09:00

Aðalheiður Ámundadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstaðan um góða framkvæmd sóttvarna og almenn sátt um stefnu stjórnvalda í baráttunni við heimsfaraldurinn virðist nú vera á leið í skrúfuna. Þetta er mat Aðalheiðar Ámundadóttur, fréttastjóra Fréttablaðsins, en í grein í Fréttablaðinu í dag fjallar hún um málið. Greinin ber fyrirsögnina „Skýr markmið“.

Í upphafi greinarinnar segir hún að það sé mat allra, sem á annað borð hafi skoðun á sóttvörnum og hversu vel hefur tekist til í þeim hér á landi, að góð upplýsingagjöf til almennings hafi skipt mestu. „Því sé ekki síst að þakka hve upplýstir íbúar Íslands séu um stöðu faraldursins hverju sinni, hve vel hefur gengið bæði að halda faraldrinum niðri, tryggja góða framkvæmd sóttvarna og almenna sátt um stefnu stjórnvalda í baráttu við faraldurinn,“ segir hún.

Því næst segir hún að einhverskonar þáttaskil virðist nú hafa orðið og samstaðan virðist vera á leiðinni í skrúfuna. „Annars vegar upplifir fólk ekki lengur að gegnsæi ríki um núverandi eða væntanlegan bóluefnaforða landsins. Það treystir ekki lengur upplýsingum stjórnvalda um stöðu bólusetninga og hvort markmið þar að lútandi séu raunhæf. Hins vegar eru áhöld um hver séu í raun og veru helstu markmið sóttvarnayfirvalda með núgildandi aðgerðum vegna faraldursins, bæði innanlands og á landamærum,“ segir hún.

Því næst víkur hún að því markmiði sem var í upphafi faraldursins, að „fletja út kúrfuna“ og vernda heilbrigðiskerfið fyrir ofálagi. Þá hafi áhyggjurnar snúist um hvort sjúkrahúsin myndu yfirfyllast og hvort nægilega margar öndunarvélar væru til. „Nú virðist markmiðið vera að koma alveg í veg fyrir að smit berist til landsins, ýmist til að unnt sé að slaka á takmörkunum innanlands eða til að hefta útbreiðslu illskeyttari afbrigða veirunnar. Um þetta eru stjórnvöld ekki að tala einum rómi, eða í öllu falli ekki eins skýrt og þau gerðu síðasta vor. Þá stóðum við öll saman. Við vorum öll almannavarnir, ferðuðumst innanhúss og hlýddum Víði. Nú er hver höndin uppi á móti annarri,“ segir hún.

Hún víkur því næst að úrskurði héraðsdóms varðandi sóttkvíarhótelið. Í honum komi fram að dómurinn segi að stjórnvöldum sé rétt og skylt að grípa til aðgerða vegna heimsfaraldursins og ekki sé dregið í efa að mannréttindi geti þurft að víkja þegar lífi og heilsu borgaranna sé ógnað. Hins vegar þurfi aðgerðir stjórnvalda að lúta lögmálum meðalhófs og jafnræðis. „Grundvallarforsenda þess að meðalhófs sé gætt er að markmið aðgerða sé skýrt. Annars vegar þurfa aðgerðir að vera til þess fallnar að ná því markmiði sem stefnt er að. Hins vegar mega þær ekki ganga lengra hverju sinni en nauðsynlegt er til að markmiði þeirra verði náð. Fáir efast um að markmið sóttvarnayfirvalda séu göfug, mikilvæg og í þágu lífs og heilsu þjóðarinnar. Það dugar hins vegar ekki. Þau þurfa að vera skýr og einbeitt. Skýr markmið sem öllum eru kunn eru forsenda samstöðu um sóttvarnaaðgerðir á hverjum tíma. Skerði aðgerðirnar stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna, eru skýr markmið einnig lykilforsenda lögmætis þeirra. Gegnsæi er okkar allra besta vopn í þessari baráttu en að sama skapi það vanmetnasta. Nú verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar og önnur sóttvarnayfirvöld að stíga fram og eiga einlægt samtal við íbúa landsins. Ekki draga neitt undan um fyrirsjáanlegan bóluefnaforða þjóðarinnar og tala einum rómi um markmið þeirra íþyngjandi aðgerða sem bæði við og gestir okkar þurfum að sæta,“ segir hún síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar