fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Vill breyta nafni Norðurþings

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 11:15

Frá Húsavík í Norðurþingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsvíkingurinn Ágúst Sigurður Óskarsson telur að rétt sé að breyta nafni sveitarfélagsins Norðurþings því mistök hafi verið að nefna það þessu nafni. Hann leggur til að sveitarfélagið fái nafnið Húsavíkurbær og hefur sent sveitarstjórn Norðurþings erindi þar um.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Við sameiningu Húsavíkur, Öxafjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps 2006 var nafnið Norðurþingið tekið upp sem nafn sameinaðs sveitarfélags eftir kosningu. Áður hafði sameiningarnefnd lagt til 14 nöfn og sent til Örnefnanefndar sem sendi aðeins 3 nöfn til baka og um þau var kosið. Þetta voru Norðurþing, Norðausturbyggð og Gljúfrabyggð.

„Fólk fékk aðeins þrjá vonda kosti til að velja úr og nafnið Norðurþing hefur verið umdeilt allar götur síðan,“ ef haft eftir Ágústi sem benti á að við aðrar sameiningar sveitarfélaga hafi allur gangur verið á hvaða nöfn voru tekin upp. Í Árborg og Múlaþingi hafi ný nöfn verið tekin upp en Ísafjarðarbær og Akureyrarbær hafi haldið nöfnum sínum.

Hann sagði að bæði útlendingum og Íslendingum finnist nafnið Norðurþing óþjált og það sé lítið notað í daglegu tali og að nafninu sé oft ruglað við Norður-Þingeyjarsýslu en aðeins hluti sveitarfélagsins er innan sýslunnar.

Hann sagði að nafnabreyting þurfi ekki endilega að koma illa við íbúa á Raufarhöfn, Kópaskeri og í dreifbýlinu. Málið snúist um heildarhagsmuni svæðisins og benti á þá miklu kynningu sem sveitarfélagið hefur fengið vegna Eurovisionkvikmyndarinnar og þess að lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund