Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu þennan mikla kostnað á fundinum í gær og einnig hversu langan tíma það tók að fá svör um kostnaðinn. Auk Björns situr Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir í ráðinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.
Smáhýsin er 30 fermetrar og því er fermetraverðið um 1,1 milljón króna. Fréttablaðið segir að meðalfermetraverð íbúða í fjölbýli Reykjavík sé 513.000 krónur og 423.000 krónur í sérbýli.
Í maí 2019 samþykkti Innkauparáð tilboð Yabimo í byggingu 20 hýsa en það hljóðaði upp á rúmlega 189 milljónir en kostnaðaráætlun var 320 milljónir. Hýsin voru smíðuð í Póllandi og flutt samsett hingað til lands. Þetta stóðst nokkur veginn áætlun en aukakostnaður féll til vegna jarðvinnu og frágangs lóða.
Kostnaður við jarð- og lagnavinnu var 11,8 milljónir á hvert hýsi og lóða- og umhverfisfrágangur kostaði 5,7 milljónir á hvert hýsi. Samanlagt var þetta um helmingur kostnaðarins við hvert hýsi.