Pétur G. Markan er gengin til liðs við Viðreisn ef marka má Twitter-færslu frá stjórnmálaflokknum í dag. Titill færslunnar er: „Glæsilegur hópur fólks mættur til leiks til að ræða sóknartækifærin sem liggja í NV kjördæmi!“ og sjá má Pétur á myndinni ásamt öðrum flokksmeðlimum.
Glæsilegur hópur fólks mættur til leiks til að ræða sóknartækifærin sem liggja í NV kjördæmi! 👏🏻 pic.twitter.com/Zkdixa4KTk
— Viðreisn (@vidreisn) April 16, 2021
Í gær bárust fyrstu fregnir af því að Pétur væri hættur í Samfylkingunni en hann var varaþingmaður flokksins í Reykjavík norður árið 2013. Pétur starfar í dag sem upplýsingafulltrúi Biskupsstofu og er einnig fyrrum sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Í dag fór fundurinn fram sem auglýstur er með Twitter-færslunni hér fyrir ofan og hægt er að horfa á hann hér.
Talsverðar umræður um flokksflutninga Péturs hafa skapast inn á hóp sem Samfylkingin stendur fyrir á Facebook. Einhverjir segja þetta vera óheiðarlegt af honum en aðrir segjast hafa heyrt af störfum Péturs innan Viðreisnar síðan í haust. Þá er hann sagður vera í uppstillingarnefnd flokksins.