fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Guðlaugur Þór vill liðka fyrir bættum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 09:00

Guðlaugur Þór Þórðarson. mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí fundar Norðurskautsráðið hér á landi og er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, bjartsýnn á að utanríkisráðherrar allra aðildarríkjanna sæki fundinn. Á honum láta Íslendingar af forystu í ráðinu og Rússar taka við henni. Búið er að staðfesta að Sergei Lavro, utanríkisráðherra Rússlands, komi á fundinn.

Guðlaugur Þór segir að það sé mjög ánægjulegt að búið sé að staðfesta komu hans. „„Ég var fyrsti utanríkisráðherrann í mjög langan tíma sem var boðaður til Moskvu af Lavrov. Ég er búinn að funda með honum nokkuð oft og viðskipti milli landanna hafa verið að aukast. Við höfum átt mjög gott samstarf við þá hvað varðar norðurslóðir,“ hefur Fréttablaðið eftir Guðlaugi í umfjöllun um málið í dag.

Blaðið hefur eftir Guðlaugi að hann sé bjartsýnn á að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, komi einnig til fundarins en engin opinber staðfesting hefur borist á því. „Við höfum lagt mikla áherslu á að allir muni mæta og erum vongóð um að það verði,“ sagði Guðlaugur.

Haft er eftir honum Íslendingar hafi fengið hrós fyrir hvernig haldið hafi verið á spöðunum í ráðinu á formennskutímanum við þær erfiðu aðstæður sem hafa verið uppi. Hann sagði að áhersla hafi verið lögð á að aðildarríkin einbeiti sér að málefnum norðurslóða í ráðinu og haldi öðrum spennumálum utan við ráðið. „Ef hins vegar það verður fullmannað á fundinum, sem við vonumst til, þá skyldu menn ekki vanmeta mikilvægi þess bara í stóra samhenginu,“ sagði Guðlaugur.

Aðspurður sagði hann að Ísland sé reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til að bæta samskipti stórveldanna ef utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands mæta til fundarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum