Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, lýsti yfir mikilli furðu yfir frumvarpi heilbrigðisráðherra um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta vímuefna á Alþingi í gær, mánudag.
Þar sagði hann meðal annars að í núgildandi löggjöf fælist fælingarmáttur, það sem sé ólögt sé gjarnan ástæða þess að fólk forðist það. Síðan sagði hann ennfremur:
„Ég hef aldrei séð eiturlyf, herra forseti, eða þeirrar neytt vegna þess að þau hafa verið ólögleg og menn hafa ekki verið að flíka þeim.“
Dæmigert af SDG að segja; Ég hef aldrei séð dóp og Ég hef ekki notað það og þess vegna veit Ég að kerfið er að virka.
— Olof Gudmundsdottir (@ollagud) April 13, 2021
Eiturlyf?! Gæti ekki lýst þeim þó að líf mitt lægi við.
— Arnar Pétursson (@arnarpeters) April 12, 2021
Þeir sem hafa aldrei séð fíkniefni á djamminu halda að það sé alltaf fundur hjá Lionsklúbbnum Kidda inni á klósetti og þess vegna séu allir svona hressir. pic.twitter.com/gJWWKKBkzu
— Theódóra (@Skoffin) April 13, 2021
Ég hef einu sinni séð jónu ganga á milli og það var í úgglandinu.
Við saklausa fólkið tökum bara ekki eftir svona. https://t.co/XsQjOKdTue— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) April 13, 2021
Mjög erfiður tími fyrir fólk eins og mig sem hefur aldrei séð eiturlyf
— ???Bjarki??? (@Frostpinni) April 13, 2021
Hvað eru eiturlyf? Eru þau til?
— Þorgerður María Þorbjarnardóttir (@stelpurofan) April 13, 2021
Ég er svo mikill lúði þegar kemur að eiturlyfjum að þegar ég fékk nýja erl. nágranna hélt ég lengi vel að þau væru alltaf að elda einhvern framandi mat. Einn daginn var mjög mikil 'matarlykt', svo mætti lögreglan. Þá voru þau bara alltaf að mökk reykja gras en ekki að elda 😅 https://t.co/yRTWucHk85
— Hildur Helgadóttir (@grildur) April 13, 2021
Sigmundur, ég skal reykja með þér beyglu. Eins og bróðir.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 12, 2021
Ég hef líka hitt fólk sem sá SDG í fyrsta sinn á ævinni í reunioni. pic.twitter.com/7pikKqBUaE
— Gústi (@gustichef) April 12, 2021
Af hverju finnst mér eins og þessi yfirlýsing Sigmundar Davíðs (að hafa aldrei séð fíkniefni og berst gegn afglæpavæðingu) endi bara á einn hátt?
Eins og stjórnmálamenn í US sem berjast gegn réttindum samkynhneigðra en eru svo gripnir með tittling í munninum á karlaklósettinu.
— Bjarni Þór Pétursson (@bjarnipeturs) April 12, 2021
Ég hef aldrei séð fíkniefni en styð samt frumvarpið 🤷♀️
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) April 12, 2021
Er til gildishlaðnara orð í íslensku en eiturlyf?
— Valthor Druzin Halldorsson (@DruzinValthor) April 12, 2021
SDG fór mikinn yfir því hvað það sé mikilvægt að refsa fólki fyrir vörslu á ákveðnum vímuefnum, í forvarnaskyni. Sagðist sjálfur aldrei hafa séð svona efni. Það eru hins vegar engin rök fyrir því að rökum hans megi ekki líka beita á áfengi, sem hann hefur augljóslega oft séð.
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) April 12, 2021
Hefur þú séð eiturlyf?
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) April 13, 2021
Sigmundur Davíð snortaði línu af rassinum á mér árið 2015 ég á að meira segja myndband af því
— charlie cherry himbo🍒 (@kirsuberjabaka) April 12, 2021
ég trúi á fælingarmáttinn því ég hef aldrei séð sigmund pic.twitter.com/U5yBvEbOTd
— slemmi (@selmalaraa) April 13, 2021
Ég hef aldrei séð eiturlyf.
— Jóhann Páll (@JPJohannsson) April 12, 2021
Ég treysti ekki fullorðnu fólki sem hefur ekki séð eiturlyf
— Emmsjé (@emmsjegauti) April 12, 2021
Fólk sem hefur aldrei séð eiturlyf ætti ekki aðsetja lög um eiturlyf pic.twitter.com/qqKKgokwrm
— Fríða (@Fravikid) April 12, 2021
„Ég hef aldrei séð eiturlyf, herra forseti, eða neytt þeirra,“ segir Sigmundur Davíð
HELDUR HANN VIRKILEGA AÐ EINHVER TRÚI ÞESSU?
Ég er ennþá að hlæja pínu inní mér því að það er bara fyndið að hann reyni að halda þessu fram, bara… with a straight face… just… Bananas!
— Hans Jónsson (@xP_HansJonsson) April 13, 2021
Hræðsluáróður varðandi fíkniefni hefur aðallega skilað sér í því að ég hélt vandræðalega lengi að allir sem notuðu þau væru í Ræsinu™️.
— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) April 12, 2021
Þingmaður Miðflokksins að spyrja afhverju Ísland þurfi endilega að ganga lengra en aðrar þjóðir þegar það kemur að grundvallar fokking mannréttindum í umræðum um afglæpavæðingu vímuefna fær mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að þessi flokkur þurrkist út á þingi ❤️
— Lenya Rún (@Lenyarun) April 12, 2021
Ég veit ekkert um hvað málið snýst en ég get vel trúað að Simmi D hafi aldrei séð eiturlyf. Ég veit bara ekki af hverju það skiptir máli í neinu samhengi öðru en "hefur þú séð eiturlyf já eða nei". Það kemur forvörnum ekkert við? Ég hef séð eiturlyf en ég hef aldrei prófað þau?
— Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) April 13, 2021
Það er augljóst skv. rökum SDG að stríðið gegn eiturlyfjum sé að virka þar sem ég hef bara séð eiturlyf í Hollandi. Það kemur því ekkert við að ég eða fólkið sem ég umgengst mest er ekki að neyta eiturlyfja (svo ég viti til). Þessi skrýtna lykt í bílakjallaranum er ilmvatn, ikke?
— Ásdís (@asdiso) April 13, 2021
Ég trúi líka á fælingarmátt SDG. Ég mun aldrei kjósa flokk sem inniheldur SDG pic.twitter.com/olADlCSk0X
— sTuðgerður Maria (@thmaria220) April 12, 2021
Ég dreg það stórlega í efa að SDG hafi aldrei séð svona efni.
— Snæbjörn (@artybjorn) April 12, 2021
Riiiiiiiiight… pic.twitter.com/r89TBjRgmo
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 12, 2021
SDG, 19 ára, menntaskólapartí. Búinn með þrjár maltdósir. Stressaður. Einn síðhærður iðjuleysingi dregur fram "hippalega" tösku. Áður en hann nær að draga upp vítislónið herpir Sigmundur saman augnlokin. Fast. svo fast að hann sér bara stjörnur. Svitinn perlar. Ekki í dag Satan. pic.twitter.com/9YT40KbV53
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 12, 2021
Afglæpavæðing fíkniefna nema Miðflokkurinn leggur málið fram, það fjallar ekkert um afglæpavæðingu fíkniefna og í hádeginu verður boðið upp á brauðtertu í mötuneyti Alþingis.
— Atli Fannar (@atlifannar) April 12, 2021
góur, voruð 100p vel spíttaðir þarna pic.twitter.com/64yB6pSgiC
— Tómas (@tommisteindors) April 12, 2021
Sigmundur Davíð hefur aldrei séð eiturlyf. Hann var með harðlokuð augu allan tímann meðan hann stútaði í sig 7 bjórum á Klaustur Bar og tók þátt í karlremburausi með flokksmönnum sínum. Fælingarmátturinn virkar sannarlega.
— Góða Helgi 😉 (@HelgiJohnson) April 13, 2021
Ég held að ég treysti fólki sem hefur séð eiturlyf frekar en fólki sem borðar kex með hakki.
— Stefan Paunov (@stpaunov) April 13, 2021