Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Könnunin var gerð frá 6. nóvember til 13. desember og frá 28. janúar til 14. febrúar. Um netkönnun var að ræða og svöruðu 1.054. Tæplega 62% tóku afstöðu til einstakra stjórnmálaflokkar. 11% sögðust skila auðu, ekki kjósa eða vildu ekki svara. 29,6% sögðust ekki vita hvaða flokkur yrði fyrir valinu ef kosið yrði nú. Könnunin var gerð fyrir Samfylkinguna.
Meðan niðurstaðna hennar er að fylgi Pírata mældist 10,5%. Fylgi Viðreisnar og VG mældist 8,9%. VG bætir þar við sig miklu fylgi en flokkurinn fékk 4,6% í síðustu kosningum. Allir minnihlutaflokkarnir tapa fylgi samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa einum fulltrúa en fylgi hans mælist 25,2% sem er töluvert minna en í síðustu kosningum.
Fylgi Miðflokksins mælist 3% en var 4,3% í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn bætir við sig einu prósentustigi og myndi fá einn borgarfulltrúa kjörinn en hann er ekki með neinn fulltrúa núna.