Hann er talsmaður þess að Bretland, ESB og Kanada vinni saman að gerð viðskiptasamnings við Bandaríkin.
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ræddu saman í janúar og hétu því að styrkja hið sérstaka samband ríkjanna. Þetta er til marks um bætt samband þeirra tveggja en fyrir tveimur árum sagði Biden að Johnson væri „líkamlegt og tilfinningalegt klón“ af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Biden hefur einnig verið gagnrýnin á Brexitstefnu Johnson.
Brendan Boyce, þingmaður á bandaríska þinginu og samstarfsmaður Biden, gagnrýndi bresku ríkisstjórnina í síðustu viku fyrir að hafa „vikið gróflega“ frá alþjóðalögum á Norður-Írlandi. Hann sagði að þetta geti skaðað viðræður Bretlands og Bandaríkjanna um viðskiptasamning.
ESB tilkynnti á miðvikudaginn að sambandið hefji nú lagalegt ferli gegn Bretum því þeir hafi vikið frá samningi um eftirlit með matvælaflutningum til Norður-Írlands. Leo Varadkar, varaforsætisráðherra Írlands, sagði í samtali við Virgin Media TV að þetta væri í annað sinn á skömmum tíma sem breska ríkisstjórnin hóti að brjóta alþjóðalög