fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Lýðræði í heiminum á í vök að verjast og heimsfaraldurinn og Donald Trump hafa ekki verið til bóta

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 22:00

Kosningar eru frumforsenda lýðræðis. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins 20% jarðarbúa búa í frjálsum ríkjum og hefur hlutfallið ekki verið lægra í 26 ár. Þetta kemur fram í árlegri rannsókn Freedom House. Það má því segja að lýðræðið í heiminum þjáist þessi misserin og hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar ekki verið til að styrkja það né heldur framganga Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Freedom House eru frjáls félagasamtök með aðsetur í Bandaríkjunum. Þau mæla stöðu lýðræðis í heiminum árlega og gefa út skýrslu um það.

Í nýjustu skýrslu samtakanna, Freedom in the World 2021, kemur fram að síðasta ár hafi ekki bara farið illa með efnahagslífið og andlega og líkamlega heilsu margra því lýðræðið hafi einnig veikst. Nú búi aðeins fimmtungur jarðarbúa í frjálsum löndum og hefur hlutfallið ekki verið lægra í 26 ár.

Af þeim 195 löndum sem rannsókn Freedom House náði til hefur staða lýðræðis aðeins batnað í 28 en í 73 hefur það versnað. 54 lönd teljast sem „ekki frjáls“ en í þeim búa um 38% jarðarbúa.

Af hverju þessi þróun?

Það er eðlilegt að spyrja sig af hverju þessi þróun hafi orðið á síðasta ári. Í skýrslu Freedom House kemur fram að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi reynst lýðræði erfiður á síðasta ári og 42 af þeim atriðum, sem hafa veikt lýðræðið í 36 ríkjum, tengjast faraldrinum beint.

Samtökin segja að heimsfaraldurinn hafi haft þau áhrif í mörgum ríkjum, óháð stjórnarfari þeirra, að pólitísk staða hefur versnað og því sé lýðræðið veikara en áður. Faraldurinn hafi komið upp um veikleika. Hann hafi að auki aukið ójöfnuð og dregið úr gagnsæi. Þetta á einnig við um þau pólitísku kerfi sem teljast einna opnust, til dæmis Bandaríkin.

Samtökin segja að afleiðingarnar geti orðið langvarandi meðal annars af því að einræðisherrar og önnur álíka stjórnvöld hafi nýtt heimsfaraldurinn til að brjóta andstöðu við sig á bak aftur. Áhrifa þessa muni gæta langt inn í framtíðina. Þetta á til dæmis við í Kambódíu, Venesúela og Sri Lanka.

Lýðræði á undir högg að sækja á Indlandi.

Indland kemur einnig við sögu hvað varðar veikingu lýðræðis á heimsvísu. Samtökin segja að á síðustu árum hafi Indland farið úr því að vera frjálst lýðræðisríki yfir í að vera aðeins að hluta frjálst lýðræðisríki og það hefur auðvitað áhrif á tölfræðina því íbúar landsins eru margir. Freedom House segir að þetta megi rekja til Narendra Modi, forsætisráðherra, sem hefur skert réttindi almennings og frelsi síðan hann komst til valda 2014. Þessi þróun færðist í aukana á síðasta ári að mati samtakanna. Meðal annars hafa yfirvöld gengið hart fram gagnvart þeim sem gagnrýna þau og mótmæla. Einnig er vaxandi þrýstingur á mannréttindasamtök í landinu.  Auk þess hafa indverskir múslimar, sem eru minnihlutahópur, sætt ofbeldisfullum árásum, aftökum og aðgerðum yfirvalda sem mismuna þeim. Auk þess hafa dómstólar og sjálfstæði þeirra verið undir þrýstingi. Meðal annars er nefnt að dómari hafi verið sviptur embætti eftir að hann setti ofan í við lögregluna fyrir að hafa ekki gripið inn í mótmæli í Nýju Delí þar sem 50 manns, aðallega múslimar, létust.

Trump kemur einnig við sögu

Lýðræðið er einnig í varnarbaráttu í Bandaríkjunum og þar kemur Donald Trump við sögu að mati Freedom House. Bandaríkin teljast enn frjálst lýðræðisríki en á síðasta áratug hefur landið tapað 11 stigum á lista Freedom House. Bara á síðasta ári tapaði landið þremur stigum og er nú á sama stað og Rúmenía á listanum með 83 stig.

Þessi veiking á lýðræði í Bandaríkjunum á aðallega rætur að rekja til spillingar og þeirra hagsmunaárekstra sem fylgdu stjórn Trump auk skorts á gagnsæi í stjórnartíð hans, þetta var að mati samtakanna sérstaklega áberandi í heimsfaraldrinum.

Donald Trump. Mynd:EPA

Mesta tjónið hlaust þó af tilraunum Trump til að snúa kosningaúrslitunum sér í hag. Ekki aðeins hafði nær endalaus straumur hans af staðlausum ásökunum um kosningasvik skaðleg áhrif og hann sáði um leið efasemdum í huga margra um kosningakerfið og valdaskipti. Þetta getur að mati samtakanna ógnað valdaskiptum í landinu í framtíðinni. Mestu brestirnir sáust kannski þann 6. janúar síðastliðinn þegar stuðningsfólk Trump réðst inn í þinghúsið. Í stuttu máli má því segja að Trump hafi gert „The Land of the Free“ minna frjálst.

Þessi atburðir í Bandaríkjunum hafa svo áhrif á heimsvísu að mati Freedom House því þegar bandarísk lýðræði sýnir veikleika þá nýta einræðisherrar og aðrir álíka sér það til að beina athyglinni frá því sem þeir eru sjálfir að gera. Veiking lýðræðis í Bandaríkjunum hefur því fært þessum aðilum auka skotfæri.

Kína

Ekki má gleyma þætti Kína í þessu öllu saman. Það þarf ekki að koma á óvart að Kínverjar veiki lýðræði í heiminum enda er það kommúnistastjórninni þyrnir í augum. Samkvæmt skýrslu Freedom House þá voru áhrif Kínverja á síðasta ári mikil og eyðileggjandi og náðu um allan heim. Þessi áhrif voru meiri en áður og var það vegna heimsfaraldursins.

Kínverjar hafa notfært sér heimsfaraldurinn til að herða enn frekar dreifingu rangra og misvísandi upplýsinga og til að herða ritskoðun. Um leið hafa þeir lagt áherslu á hversu vel þeim hafi gengið að eiga við heimsfaraldurinn undir styrkri stjórn kommúnistaflokksins og segja kínverska stjórnarformið betra til að takast á við hann en það sem lýðræðisríki á borð við Bandaríkin búa við.

Xi Jinping, forseti Kína.

Útflutningur Kínverja á einræðishugsjónum hefur einnig orðið til þess að margar lýðræðislegar stofnanir og mannréttindasamtök í mörgum löndum hafa allt að því þurrkast út. Þetta hefur til dæmis gerst í tengslum við áherslu Kínverja á að koma sjónarmiðum sínum og áherslum á dagskrá innan Sameinuðu þjóðanna. Með þessu hefur verið grafið undan þeim aðferðum sem lýðræðið hefur haft til draga ríkisstjórnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Þetta hefur veitt Kínverjum ró og næði við að beita múslima í landinu ofbeldi og ofsóknum án þess að þurfa að svara fyrir ofbeldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð